Janine Guijt áfram hjá Haukum

Kkd. Hauka hefur samið við Janine Guijt um að taka slaginn aftur með Haukum á næsta tímabili en hún kom um mitt síðasta tímabil og kláraði það með liðinu í Domino‘s deild kvenna.

Janine er hollensk landsliðskona en hún hefur einnig verið í kvennaliði Hollands í Fiba 3 á 3 landsliðskeppninni.

Hún spilaði 14 leiki fyrir Hauka á síðustu leiktíð og skoraði í þeim 10,9 stig, tók 2,4 fráköst, og gaf 2,4 stoðsendingar.