Sigrún og Stefanía á NM

Sigrún Björg Ólafsdóttir og Stefanía Ósk Ólafsdóttir í Kisikallio.

Í dag hófst norðurlandamót yngri landsliða í körfuknattleik. U16 og U18 stúlkna og drengja taka þátt í mótinu en leikið er í Kisikallio í Finnlandi eins og undanfarin ár.

Haukar eiga tvo fulltrúa í U18 en það eru þær Sigrún Björg Ólafsdóttir og Stefán Ósk Ólafsdóttir.

Keppni hófst í dag og unnu U18 sinn leik gegn Noregi. Hægt er að fylgast með beinni tölfræði lýsingu sem og beinum útsendingum á Youtube.

Gangi ykkur vel.