Verkefni um andlega heilsu iðkenda Hauka að hefjast

Nýverið samþykkti aðalstjórn Hauka að taka þátt í verkefni sem miðar að því að bæta andlega heilsu iðkenda. Bára Fanney Hálfdanardóttir, Kristín Fjóla Reynisdóttir og Gerður Guðjónsdóttir hafa umsjón með verkefninu og er það styrkt af Minningarsjóði Ólafs Rafnssonar. Bára Fanney er sálfræðingur, Kristín Fjóla mun útskrifast úr læknisfræði í vor og Gerði þekkja allir […]

Lokahóf Haukagetrauna

Það var þétt setinn bekkurinn á lokahófi Haukagetrauna á sunnudaginn. Formaður mótanefndar, Ágúst Sindri, stjórnaði athöfninni sem fór hið besta fram. 1.verðlaun hlaut STEINN – Gissur Guðmundsson, 2. verðlaun VALENCIA – Magnús Gunnarsson og LUNDI hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir flestar unnar umferðir – Elías Atlason og Þórður Jón. Glæsilegt hlaðborð var í boði Knattspyrnudeildar.

Frábær Hauka-dagur með Söru Björk

Frábær Hauka-dagur á Ásvöllum í gær þegar landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir  var sæmd Silfurstjörnu Hauka. Sara tók sér góðan tíma til að spjalla við yngri iðkendur þar sem Kristján Ómar Björnsson, þjálfari meistaraflokks karla, var í hlutverki spyrils. Þar veitti hún svo sannarlega mörgum iðkendum góð ráð fyrir framtíðina enda er Sara mikil fyrirmynd, bæði […]

Daníel Þór Ingason semur við Ribe Esbjerg HH

Skyttan Daníel Þór Ingason hefur samið við danska félagið Ribe Esbjerg um að leika með liðinu í dönsku úrvalsdeildinni næstu 3 árin. Daníel kveður þar með Hauka eftir að hafa verið lykilmaður í meistaraflokksliði félagsins síðustu 3 tímabili. Þar að auki hefur Daníel tryggt sér fast sæti í landliðshóp Íslands og var hann með liðinu […]

Forsala aðgöngumiða á 3ja leik Hauka og Selfoss

Haukar og Selfoss leika þriðja leik sinn í úrslitarimmu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn á morgun, sunnudag, kl. 18:00. Í tilefni af því ætla Haukar að bjóða upp á forsölu aðgöngumiða á Ásvöllum á dag, laugardag, milli 15:00 – 17:00. Forslan heldur svo áfram á leikdag, sunnudag, frá klukkan 13:00 og fram að leik á Ásvöllum. Þá geta […]

Lokahátíð yngri flokka

Lokahátíð yngri flokka verður haldin sunnudaginn 19. maí á Ásvöllum en þá munu iðkendur handboltans hittast til að gera upp árið. Hátíðin hefst kl. 16:00 og verður boðið upp á boltaþrautir og hraðamælingu fyrir 8., 7. og 6. flokk inn í Ólafssal. Grillaðar verða pylsur og drykkir fyrir mannskapinn og er öllum boðið. Eftir hátíðina […]

Sara Björk fær Silfurstjörnu Hauka fyrir leik Hauka og Þróttar R. á sunnudaginn

Haukar í horni og grillið frá klukkan 12 Sara spjallar við yngri iðkendur klukkan 13 Origo býður frítt á leikinn klukkan 14 Knattspyrnufélagið Haukar hefur ákveðið að veita Söru Björk Gunnarsdóttir Silfurstjörnu Hauka í tilefni af því að hún var valin Íþróttamaður ársins 2018. Sara verður heiðursgestur á leik Hauka og Þróttar R. í Inkasso […]

Israel Martin verður næsti þjálfari Hauka

Körfuknattleiksdeild Hauka og Israel Martin hafa komist að samkomulagi að Israel þjálfi liðið næstu þrjú árin. Israel þarf vart að kynna en hann hefur þjálfað lið Tindastóls undanfarin ár við góðan orðstýr. Náði lið Tindastóls, undir hans stjórn, að fara í lokaúrslit Íslandsmótsins sem og að verða bikarmeistari árið 2018. Kkd. Hauka fagna komu Israels […]

Lokahóf yngri flokka í körfuboltanum

Í kvöld frá kl. 18:00 fer fram lokahóf yngri flokka hjá körfuknattleiksdeildinni. Á hófinu verða viðurkenningar og umsagnir veittar ásamt því að landsliðsfólk er heiðrað. Í lokin verða svo grillaðar pulsur handa öllum. Vonandi sjáum við sem flesta iðkendur og foreldra í kvöld.

Þóra í úrvalsliðinu og Hilmar besti ungi

Lokahóf KKÍ fór fram á dögunum þar sem leikmenn Domino’s deildanna sem sköruðu fram úr í vetur voru heiðraðir. Þóra Kristín Jónsdóttir var valin í úrvalsliðið sem og prúðasti leikmaður deildarinnar. Hilmar Smári Henningsson var valinn besti ungi leikmaður deildarinnar. Verður hann handhafi Örlygsbikarsins en bikarinn er til minningar um Örlyg Sturluson. Til hamingju Þóra […]