Frábær Hauka-dagur með Söru Björk

Frábær Hauka-dagur á Ásvöllum í gær þegar landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir  var sæmd Silfurstjörnu Hauka. Sara tók sér góðan tíma til að spjalla við yngri iðkendur þar sem Kristján Ómar Björnsson, þjálfari meistaraflokks karla, var í hlutverki spyrils. Þar veitti hún svo sannarlega mörgum iðkendum góð ráð fyrir framtíðina enda er Sara mikil fyrirmynd, bæði innan vallar sem utan. Þá færði hún félaginu treyju Wolfsburgar sem verður fundinn góður staður á Ásvöllum.

Sara heilsaði svo upp á leikmenn Hauka og Þróttar R. í Inkasso deild kvenna en úrslitin hefðu auðvitað mátt verða betri – en það er bara áfram gakk.

Knattspynufélagið Haukar þakkar Söru Björk innilega fyrir komuna heim á Ásvelli.

Hulda Margrét ljósmyndari var á Ásvöllum og fangaði stemninguna.

Áfram Haukar!