Daníel Þór Ingason semur við Ribe Esbjerg HH

Skyttan Daníel Þór Ingason hefur samið við danska félagið Ribe Esbjerg um að leika með liðinu í dönsku úrvalsdeildinni næstu 3 árin. Daníel kveður þar með Hauka eftir að hafa verið lykilmaður í meistaraflokksliði félagsins síðustu 3 tímabili. Þar að auki hefur Daníel tryggt sér fast sæti í landliðshóp Íslands og var hann með liðinu á HM í Þýskalandi í janúar síðastliðnum. Daníel er því enn einn uppaldi Haukamaðurinn sem félagið sendir út í atvinnumennsku en Daníel er einn að fjölmörgum uppöldum Haukamönnum sem eru í meistarflokks liði Hauka sem er í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn þessa daganna.

Við félgasskipti Daníels hafði Aron Kristjánsson framkvæmdarstjóri Handknattleiksdeildar Hauka þetta að segja: „Við hjá Haukum erum stolt yfir því að geta sent Daníel frá okkur út í atvinnumennsku sem er og hefur alltaf verið markmið okkar hjá Haukum. Það er því ánægjulegt að geta sent Daníel út í eins metnaðarfullt félag og Ribe Esbjerg er þar sem að Daníel getur tekið næsta skref á sínum ferli.“

Það fer því hver að verða síðastur að sjá Daníel í Haukabúningnum í þetta skiptið en Daníel og félagar í meistarflokksliði Hauka spila á morgun, sunnudag, kl. 18:00 í Schenkerhöllinni 3ja leik sinn gegn Selfossi í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.