Lokahóf Haukagetrauna

Frá vinstri: Elías, Þórður Jón, Gissur, Magnús og Ágúst Sindri

Það var þétt setinn bekkurinn á lokahófi Haukagetrauna á sunnudaginn. Formaður mótanefndar, Ágúst Sindri, stjórnaði athöfninni sem fór hið besta fram.

1.verðlaun hlaut STEINN – Gissur Guðmundsson, 2. verðlaun VALENCIA – Magnús Gunnarsson og LUNDI hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir flestar unnar umferðir – Elías Atlason og Þórður Jón.

Glæsilegt hlaðborð var í boði Knattspyrnudeildar.