Lokahátíð yngri flokka

Mynd: Lárus Karl Ingason

Lokahátíð yngri flokka verður haldin sunnudaginn 19. maí á Ásvöllum en þá munu iðkendur handboltans hittast til að gera upp árið. Hátíðin hefst kl. 16:00 og verður boðið upp á boltaþrautir og hraðamælingu fyrir 8., 7. og 6. flokk inn í Ólafssal. Grillaðar verða pylsur og drykkir fyrir mannskapinn og er öllum boðið. Eftir hátíðina verður svo fjölmennt á 3. leik Hauka og Selfoss í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst kl. 18:00.

5., 4. og 3. flokkur hittist saman í veislusal Ásvalla og munu eiga góða stund saman þar sem að þjálfar liðanna munu leggja upp leikinn og gefa góð ráð varðandi framtíðina. Þar verður pizza og drykkir í boði fyrir hópinn og eftir hátíðina halda svo allir saman inn í sal og hvetja Hauka til sigur í leiknum.