Lokahóf handknattleiksdeildar

Lokahóf handknattleiksdeildar Hauka fyrir nýliðið tímabil fór fram á miðvikudagskvöld að viðstöddum fjölda fólks. Þá voru þeir leikmenn sem þóttu skara framúr heiðraðar sem og þeir sem eru að kveðja Hauka eftir ötullt starf. Hjá U-liðnu var Andri Scheving valinn besti leikmaður tímabilsins og Hjörtur Ingi Halldórsson valinn sá mikilvægasti. Hjá meistarflokki kvenna var Alexandra Líf […]

Happdrætti 3.fl.karla í fótbolta – vinningsnúmer

Happdrætti Hauka – 3. Flokkur Karla Dregið 25.Maí 2019. Vinningur Númer miða Gjafabréf Bónus 1001 Gjafabréf Verkfærasalan 1044 Mánaðarkort hja Storytel 1061 Mánaðarkort í líkamsrækt World Class 1067 Gjafabréf á byrjendanámskeið í CrossFit CFH 1072 Gjafabréf Sportvörur 1077 Kreafunk þráðlaus hátalari 1097 Myndataka (5 stafrænar myndir) 1104 Gjafapakkar frá Iceherbs vítamín 1141 Ísfell – Peysa […]

Lokahóf handknattleiksdeildar Hauka 2019

Lokahóf handknattleiksdeildar Hauka fer fram miðvikudaginn 29. maí næstkomandi á Ásvöllum. Kvöldið hefst á fordrykk í betri stofu Hauka í horni uppá palli og að sjálfsögðum verður Bjössabar opinn. Svo færist skemmtunin niður í veislusal þar sem boðið verður uppá dýrindis grillveislu frá Kjöt Kompaní.   Húsið opnar 19.30 og hefst borðhald 21.00. Miðaverð 3919kr […]

Emil Barja í Hauka á ný

Emil Barja hefur ákveðið að snúa til baka í Hafnarfjörðinn og mun spila með Haukum í Domino’s deild karla á næsta tímabili. Kkd. Hauka og Emil gerðu með sér tveggja ára samning. Emil er Haukum vel kunnugur enda spilað allan sinn feril með Haukum þangað til hann ákvað að taka slaginn með KR á síðasta […]

Maria Ines semur við þýskt lið

Skyttan Maria Ines de Silva Perreira hefur samið við HSG BAd Wildungen Vipers sem leikur í efstu deild í Þýskalandi en liðið lenti í 11. sæti þýsku Bundesligunnar á nýloknu tímabili. Maria hefur verið einn af burðarrásum kvennaliðs Hauka síðustu 4 ár en með Haukum vann hún deildarmeistaratitilinn 2016. Hún hefur verið einn markahæsti leikmaður […]

Haukar í handboltaskóm frá Asics

Handknattleiksdeild Hauka hefur gert samning við Sportís um að meistaraflokkar deildarinnar muni spila í Asics skóm næstu 2 tímabilin. Handknattleiksdeild Hauka er ánægð með saminginn sem tryggir meistarflokkum gæða skó til að æfa og keppa í næstu tvö tímabil.

Forsala aðgöngumiða!

Forsala aðgöngumiða fyrir 4ja leik Hauka og Selfoss í úrslitaeinvígi Olís deildar karla fer fram í kvöld, þriðjudagskvöld, á Ásvöllum. Hægt verður að koma á Ásvelli og ná sér í miða milli 17:00 og 19:00. 2000 kr kostar fyrir 17 ára og eldri en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri. ATH. Ná þarf […]

Haukakrakkar í yngri landsliðum Íslands

Þó svo að tímabilinu hjá yngri flokkunum í handbolta sé lokið þá eiga nokkrir flottir iðkendur Hauka ekki búin með sín timabil því að yngri landslið Íslands eiga eftir að hittast í síðasta sinn á þessu tímabili. Þar eiga Haukar nokkra fullrúa en í U-19 ára landsliði kvenna eru þær Alexandra Líf Arnarsdóttir og Berta […]