Haukakrakkar í yngri landsliðum Íslands

Þó svo að tímabilinu hjá yngri flokkunum í handbolta sé lokið þá eiga nokkrir flottir iðkendur Hauka ekki búin með sín timabil því að yngri landslið Íslands eiga eftir að hittast í síðasta sinn á þessu tímabili. Þar eiga Haukar nokkra fullrúa en í U-19 ára landsliði kvenna eru þær Alexandra Líf Arnarsdóttir og Berta Rut Harðardóttir en þær eru í fullum undirbúningi fyrir verkefni sumarsins með lansliðinu eins og þær Chole Anna Aronsdóttir og Margrét Björg Castillo sem voru valdar í U-17 ára landsliðið.

Í U-19 ára landsliði kara eiga Hauka einn fulltrúa en það er Jón Karl Einarsson. Í U-17 ára landsliði karla eru þeir Guðmundur Bragi Ástþórsson, Jakob Aronsson, Kristófer Máni Jónasson og Magnús Gunnar Karlsson en bæði þessi landslið eru líka með alþjóðleg verkefni í sumar.

Einnig koma yngstu landsliðið saman núna um mánaðarmótin en þar eiga Haukar líka sína fulltrúa en í U-15 ára landsliði karla eru þeir Andri Fannar Elísson, Atli Steinn Arnarson og Össur Haraldsson. í U-15 ára landsliði kvennur eru þær Agnes Ósk Viðarsdóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Mikaela Nótt Pétursdóttir, Nadía Líf Ágústsdóttir, Sonja Lind Sigsteinsdóttir og Viktoría Diljá Halldórsdóttir.

Svo eru kemur Hæfileikamótun HSÍ saman og þar eiga Haukar fulltrúa karla og kvennamegin en þær Katrín Ósk Ástþórsdóttir, Telma Líf Sigurjónsdóttir og Vala Björk Jónsdóttir voru valdar kvennamegin og þeir Ásgeir Bragi Þórðarson, Birkir Snær Steinsson, Gísli Rúnar Jóhannsson og Hilmir Helgason hjá stráknum.

Framtíðin er svo sannarlega björt á Ásvöllum og óska Haukar þessum krökkum til hamingjum með valið og góðs gengis á æfingunum.