Lokahóf handknattleiksdeildar Hauka 2019

Lokahóf handknattleiksdeildar Hauka fer fram miðvikudaginn 29. maí næstkomandi á Ásvöllum. Kvöldið hefst á fordrykk í betri stofu Hauka í horni uppá palli og að sjálfsögðum verður Bjössabar opinn. Svo færist skemmtunin niður í veislusal þar sem boðið verður uppá dýrindis grillveislu frá Kjöt Kompaní.
 
Húsið opnar 19.30 og hefst borðhald 21.00. Miðaverð 3919kr og hefst miðasala þriðjudaginn 28. maí kl. 16.00 í afgreiðslunni á Ásvöllum.
 
Allir eru velkomnir og því er um að gera að fjölmennum til að fagna enn einu skemmtilegu tímabili með stuðningsmönnum og meistaraflokkunum okkar.