Haukar – FH í Faxanum á sunnudag

Það verður Hafnarfjarðarslagur á Ásvöllum á sunnudaginn þegar Haukar og FH mætast í B riðli Faxaflóamóts kvenna. Leikurinn hefst klukkan 16.00. Haukar hafa unnið báða sína leiki og sitja á toppi riðilsins með sex stig eins og ÍA sem hefur leikið einum leik fleira. FH er með þrjú stig eftir tvo leiki. Við hvetjum Hauka-fólk […]

Aníta, Erna, Helga og Sigurrós semja við knattspyrnudeild Hauka

Þær Aníta Björk Axelsdóttir, Erna Margrét Magúsdóttir, Helga Magnea Gestsdóttir og Sigurrós Eir Guðmundsdóttir hafa skrifað undir samning við knattspyrnudeild Hauka. Aníta Björk er Hauka fólki að góðu kunn en hún spilaði með okkur sumarið 2016 þegar Haukar tryggðu sér sæti í Pepsí deildinni. Hún er 23 ára og á að baki 50 leiki með […]

Leonharð lánaður í FH

Handknattleiksdeild Hauka hefur orðið við ósk Handknattleiksdeildar FH um að fá Leonharð Þorgeir Harðarson að láni út yfirstandandi keppnistímabil. Leonharð leikur því með FH fram til vors og snýr aftur að timabilinu loknu til liðs við Hauka.

Haukastelpur halda í Garðabæinn

Annar þriðjungur Olís deildar kvenna klárast á morgun þegar að stelpurnar okkar fara í Garðabæinn og etja kappi við Stjörnuna kl. 19:30 í TM Höllinni. Stelpurnar hafa verið flottar upp á síðkastið og fyrir umferðina eru þær í 3. sæti deildarinnar. Það er því um að gera að fjölmenna á leikinn. Áfram Haukar!

3-0 Haukasigur á Skaganum

Haukar unnu 3-0 sigur á ÍA í B riðli Faxaflóamóts kvenna í kvöld en leikið var í Akraneshöllinni. Með sigrinum eru Haukar komnir á toppinn í riðlinum. Elín Björg Símonardóttir kom okkur yfir á 13. mínútu og Leli Halldórsdóttir gerði annað markið tveimur mínútum síðar. Staðan í hálfleik var 2-0 en Helga Magnea Gestsdóttir tryggði […]

Herrakvöld Hauka verður haldið 2. febrúar

Hið árlega herrakvöld Hauka fer fram í veislusalnum á Ásvöllum laugardagskvöldið 2.febrúar næstkomandi. Eins og undanfarin ár eru það Stefán Úlfarsson og meistarakokkarnir á Þremur Frökkum sem sjá um að galdra girnilega rétti úr sjávarfangi eins og þeim einum er lagið þar sem hvalkjöt verður í öndvegi.Nánari matsteðill birtur þegar nær dregur. Veislstjórn kvöldsins verður […]

5-2 sigur Hauka gegn Álftanesi í Faxanum

Haukar sigruðu í kvöld Álftanes 5-2 í fyrsta leik sínum í Faxaflóamótinu þetta árið. Leikið var á Ásvöllum. Hin 15 ára gamla Elín Björg Símonardóttir gerði fyrsta mark Hauka og Rún Friðriksdóttir bætti við öðru marki skömmu síðar með góðu skoti fyrir utan teig.  Álftanes minnkaði muninn og þannig stóðu leikar í hálfleik. Elín var […]

Byrjendanámskeið fyrir knattspyrnudómara

Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá Haukum að Ásvöllum miðvikudaginn 30. janúar kl. 21:00. Námskeiðið er haldið af KSÍ í samvinnu við Hauka og hefst kl. 21:00.  Námskeiðið stendur yfir í um tvær klukkustundir og er öllum opið sem náð hafa 15 ára aldri. Á námskeiðinu er lögð aðaláhersla á knattspyrnulögin en auk þess verður […]