Aníta, Erna, Helga og Sigurrós semja við knattspyrnudeild Hauka

Þær Aníta Björk Axelsdóttir, Erna Margrét Magúsdóttir, Helga Magnea Gestsdóttir og Sigurrós Eir Guðmundsdóttir hafa skrifað undir samning við knattspyrnudeild Hauka.

Aníta Björk er Hauka fólki að góðu kunn en hún spilaði með okkur sumarið 2016 þegar Haukar tryggðu sér sæti í Pepsí deildinni. Hún er 23 ára og á að baki 50 leiki með meistaraflokki og hefur skorað níu mörk.

Erna Margrét kemur til félagsins frá Stjörnunni en hún er 19 ára varnarmaður og hefur spilað sjö leiki í meistaraflokki með Skínanda.

Helga Magnea Gestsdóttir kom til Hauka fyrir síðasta keppnistímabil en hún er á 19. aldursári. Helga á að baki 23 leiki með meistaraflokki fyrir Hauka og Augnablik og hefur skorað tvö mörk.

Sigurrós Eir Guðmundsdóttir gekk einnig til liðs við Hauka fyrir síðasta keppnistímabil en hún er á 26. aldursári og á að baki 118 leiki með meistaraflokki og hefur skorað 8 mörk.

Knattspyrnudeild Hauka býður þær Anítu og Ernu velkomnar í Hauka-fjölskylduna og fagnar samningum við þær sem og Helgu og Sigurrós.

Áfram Haukar. Félagið mitt.

Aníta Björk og Sigurrós.

Erna Margrét og Halldór Jón Garðarsson, form. meistaraflokksráðs kvenna

 

Helga Magnea og Halldór Jón Garðarsson, form. meistaraflokksráðs kvenna