Tvíhöfði í kvöld

Handboltinn snýr tilbaka með bombu í kvöld, þriðjudagskvöld; þegar að boðið verður upp á tvíhöfða í Schenkerhöllinni. Fyrst eru það stelpurnar í meistarflokk kvenna sem etja kappi við Gróttu kl. 18:00 og svo leika strákarnir í meistaraflokki karla sinn fyrsta leik eftir langt frí kl. 20:00 þegar að Stjarnan er mótherjinn. Það er því um […]

Árni Þór til liðs við Hauka á ný

Handknattleiksdeild Hauka hefur skrifað undir samning við Árna Þór Sigtryggsson en hann kemur til liðs við Hauka frá Val þar sem að hann hefur leikið í Olís deild karla fyrir áramót. Árni Þór er hægri skytta og er kærkomin viðbót við leikmannahóp meistaraflokks karla en samningurinn milli Árna og Hauka gildir fram á sumar. Árni er […]

Toppslagur í Dominos deild kvenna á miðvikudaginn.

Topplið Dominos deildar kvenna verður háður á miðvikudaginn, þann 31. jan., í Schenkerhöllinni kl. 19:15, er Valsstúlkur koma í heimsókn. Valsliðið vermir toppsætið en Haukar sitja í öðru sæti, einungis einum leik á eftir Val. Það er því ljóst að um gríðarlega mikilvægan leik er að ræða en með sigra geta Haukastúlkur tillt sér í […]

Hilmar Pétursson kominn aftur heim

Hinn efnilegi körfuknattleiksleikmaður og yngri flokka landsliðsmaður, Hilmar Pétursson, er kominn aftur heim eftir stutta dvöl hjá Keflavík. Hilmar skipti yfir í Keflavík í sumar en eftir komu Harðar Axel til Keflavíkur hefur spilatími Hilmars minnkað mikið og þvi ákvað hinn ungi og efnilegi leikmaður að koma aftur á heimaslóðir. Hilmar er gríðarlegt efni, uppalinn […]

Skokkhópur Hauka hefur eignast sína fyrstu landsliðsmanneskju.

Hildur Aðalsteinsdóttir sem var íþróttakona Almenningsíþróttadeildar Hauka 2017 hefur verið valin af FRÍ (frjálsíþróttasambandi íslands) til að taka þátt í heimsmeistaramótinu í utanvegahlaupum sem haldið verður á Spáni 12. maí 2018. Við hjá Skokkhópi Hauka erum gríðarlega stolt af okkar fyrstu landsliðsmanneskju og erum sannfærð um að hún standi sig með miklum sóma.

Knattspyrnufélagið Haukar fordæmir kynferðislegt ofbeldi í íþróttum.

Á aðalstjórnarfundi í Knattspyrnufélaginu Haukum sem haldinn var þann 23. janúar 2018 var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða. Knattspyrnufélagið Haukar fordæmir kynferðislegt ofbeldi í íþróttum og vísar þar meðal annars til þeirra miklu og þörfu umræðu sem hrundið var af stað undir merkjum #metoo. Knattspyrnufélagið Haukar telur mikilvægt að samræmt regluverk sé til staðar til að […]

Leikjaskóli barnanna fellur niður

Leikjaskóli barna,sem er alla jafna hér á laugardagsmorgnum, milli kl. 09:00 – 10:00, fellur því miður niður á morgun, laugardaginn 20. janúar, vegna Actavismóts Hauka í körfubolta sem haldið verður um helgina. Gert er ráð fyrir að Leikjaskólinn verði síðan framvegis á laugardögum fram til vors.

Rún og Sigurrós Eir semja við knattspyrnudeild Hauka

Rún Friðriksdóttir og Sigurrós Eir Guðmundsdóttir skrifuðu í dag undir samninga við knattspyrnudeild Hauka. Rún sem er uppalin hjá Haukum á að baki 77 leiki með meistaraflokki en hún lék sinn fyrsta leik árið 2008. Síðastliðið sumar lék hún 6 leiki með Haukum í Pepsí deildinni, eftir að hafa verið fyrripart sumars á láni hjá […]

Herrakvöld Hauka

Herrakvöldið verður haldið í samkomusal Hauka að Ásvöllum 27.janúar. Happdrætti með glæsilegum vinningum Stefán á þremur Frökkum sér um veisluföng. Miðasla á Ásvöllum | Húsið opnar kl. 19 | Borðhald hefst kl. 20. | Miðaverð kr. 9.500 Miðaverð fyrir Hauka í horni aðeins kr. 8.000   Veislustjórn: Gísli Einarsson Tónlist: Bjarni Arason

Haukar – Njarðvík í Dominos deild kvenna, miðvikudaginn 17. jan. kl. 19:15 í Schenkerhöllinni

Haukar mæta neðstaliðinu í Dominos deildinni í kvöld kl. 19:15 á heimavelli. það má búast við hörku leik þar sem Njarðvík hefur verið á mikillri uppleið í síðustu leikjum og sýndu í bikarúrslitinum að þær eru til alls líklegar núna seinni hluta mótsins. Haukarnir unnu glæsilegan sigur á Stjörnunni í síðasta leik og sýndu þar […]