Hilmar Pétursson kominn aftur heim

Hinn efnilegi körfuknattleiksleikmaður og yngri flokka landsliðsmaður, Hilmar Pétursson, er kominn aftur heim eftir stutta dvöl hjá Keflavík.

Hilmar skipti yfir í Keflavík í sumar en eftir komu Harðar Axel til Keflavíkur hefur spilatími Hilmars minnkað mikið og þvi ákvað hinn ungi og efnilegi leikmaður að koma aftur á heimaslóðir.
Hilmar er gríðarlegt efni, uppalinn Haukamaður og því er það mikill fengur að fá hann til baka.

Hilmar mun styrkja gott lið Hauka í Dominos deildinni og gera liðið enn betra og auka breidd liðsins, en Hilmar er leikstjórnandi en getur einnig spilað í stöðu skotbakvarðar.

Við bjóðum Hilmar velkominn heim.