Andlátsfrétt

Látinn er góður Haukafélagi, Vilhjálmur G. Skúlason, 90 ára að aldri. Vilhjálmur gékk ungur til liðs við Hauka og átti þar glæstan feril. Hann var í handboltaliði Hauka í 2. fl. sem varð Íslandsmeistari í tvígang, 1944 og 1945, Íslandsmeistari 2. deildar með m.fl.liði ÍBH í knattspyrnu 1958. Sat í stjórn félagsins 1943 og varaformaður […]

Liðstyrkur til Haukakvenna

Meistaraflokkur kvenna í handbolta hefur fengið góðan liðstyrk fyrir seinni hluta tímabilsins í Olísdeildinni en Hekla Rún Ámundadóttir hefur gengið til liðs við Hauka frá Aftureldingu. Hekla Rún er fæddi árið 1995 og er því 23. ára á árinu en hún er uppalin í ÍR en gekk til liðs við Fram fyrir tímabilið 2011-2012 þar […]

Vinningshafar í happdrætti körfuknattleiksdeildar

Fulltrúi sýslumanns hefur dregið í jólahappdrætti körfuknattleiksdeildar og má sjá vinningaskránna hér fyrir neðan. Alla vinninga má nálgast á Tunguvegi 3, 220 Hafnarfirði, seinnipartinn eða á kvöldin en fólk er beðið um að hringja á undan sér í síma 864-5481. Við óskum vinningshöfum til hamingju og þökkum fyrir þátttökuna. 1 1057 Icelandair Flugfarseðlar fyrir 2 til […]

Miðar til sölu á undanúrslitaleikinn í Maltbikarnum á Ásvöllum og á netinu.

Haukar mæta liði Tindastól í undanúrslitum Maltbikarsins miðvikudaginn 10. janúar í Höllinni. Við viljum hvetja Haukafólk til að kaupa miða á undanúrslitaleikinn í Maltbikarnum af Haukum, þar sem þá fær félagið allan þann pening inn í rekstur deildarinnar og því er það mikilvægt að fólk standi saman í að styrkja starf deildarinnar. Hægt er að […]

Vel  heppnuð áramótabrenna og Þrettándagleði

Hafnfirðingar fjölmenntu í góðu veðri á áramótabrennu  félagsins og Þrettándagleði sl. laugardag. Álfar, tröll og jólasveinar kvöddu jólin með dansi og söng undir  styrkri stjórn Helgu Möller. Hápunktur Þrettándagleðinnar var svo  glæsileg flugeldasýning  Björgunarsveitar Hafnarfjarðar.

Tvíhöfði í kvöld í Schenkerhöllinni

Það verður mikið fjör í Schenkerhöllinni í kvöld, sunnudaginn 7. jan., er bæði mfl. kk og kv. munu spila gríðarlega mikilvæga leiki í Dominos deildunum. Fyrri leikurinn byrjar kl. 17:45 er Stjarnan kemur í heimsókn og mætir mfl. kv. í Haukum. Haukar geta með sigri komist aftur upp í  annað sætið í deildinni en Stjarnan […]

Mikið um að vera hjá körfuknattleiksdeild í byrjun árs – Sala á undanúrslit bikars byrjuð

Mfl. karla í Dominos deildinni hefur í nógu að snúast núna næstu daga og eru gríðarlega mikilvægir leikir framundan hjá liðinu. Strákarnir byrja að spila strax föstudaginn, 5. jan. á Akureyri á móti Þór. Síðast er liðin mættust í fyrsta leik tímabilsins voru Haukamenn heppnir að sleppa með sigur eftir að Þórs liðið hafði leitt […]

Miðasala á undanúrslit Maltbikarsins

 Meistaraflokkur karla í körfuknattleik er kominn í undanúrslit Maltbikarsins og mæta þar liði Tindastóls. Leikurinn fer fram miðvikudaginn 10. janúar og hefst kl. 20.00 Miðasala á leikinn er hafin og hvetjum við Haukamenn að fjölmenna á leikinn. Miðar keyptir af Haukum fara óskiptir inn í félagið en það á ekki við ef miði er keyptur […]

Þrettándagleði Hauka

Þrettándagleði Hauka Jólin verða kvödd með dansi og söng á hinn árlegu Þrettándagleði á laugardaginn. Hátíðin hefst kl 17. Helga Möller stjórnar dansi og söng af sviði, jólasveinar, álfar og tröll  heimsækja okkur. Kakó og kleinur á vægu verði í afgreiðslu ásamt stjörnuljósum. Hátíðinni  lýkur um kl. 18 með glæsilegri flugeldasýningu  Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Skemmtun fyrir […]

Gleðilegt nýtt ár

Knattspyrnufélagið Haukar óskar öllum Haukafélögum, sem og þeim fjölmörgu sem lagt hafa félaginu lið á liðnu ári, gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir ánægjulega samleið á liðnu ári. Megi nýtt á vera ykkur öllum farsælt og Knattspyrnufélaginu Haukum gjöfult og gleðiríkt. Áfram Haukar.