Mikið um að vera hjá körfuknattleiksdeild í byrjun árs – Sala á undanúrslit bikars byrjuð

Mfl. karla í Dominos deildinni hefur í nógu að snúast núna næstu daga og eru gríðarlega mikilvægir leikir framundan hjá liðinu.

Strákarnir byrja að spila strax föstudaginn, 5. jan. á Akureyri á móti Þór. Síðast er liðin mættust í fyrsta leik tímabilsins voru Haukamenn heppnir að sleppa með sigur eftir að Þórs liðið hafði leitt megin hluta leiksins. Staða liðanna er þó misjöfn, Haukar verma toppsætið á með að Þórsliðið er í fallsæti í 11 og næst síðasta sæti deildarinnar. Þórsliðið fékk ungan Haukadreng, Hilmar Smára Henningsson frá Haukum núna rétt fyrir áramót og eru komnir með nýjan erlendan leikmann fyrir lokabaráttuna í deildinni. Haukarnir verða að koma tilbúnir til leiks og halda sig áfram á toppi deildarinnar. Hægt verður að fylgjast með leiknum á heimasíður Þór – thorsport.is/tv/

það er svo stutt í næsta leik, en sunnudaginn 7. jan. verður svo tvíhöfði hér á Ásvöllum og þar geta stuðningsmenn hitað vel upp fyrir leikinn í undanúrslitum bikars.
Stelpurnar byrja kl. 17:45 og spila á móti Stjörnunni. Gríðarlega mikilvægur leikur þar sem baráttan um að komast í úrslitakeppnina er gríðarlega hörð og deildin hefur aldrei verið eins jöfn.
Strax eftir leikinn hjá stelpunum, kl. 20:00, er svo komið að strákunum en þeir taka á móti Grindavík. Haukar eiga harma að hefna þar sem síðasti leikur í deild tapaðist í jöfnum og spennandi leik og því er mikilvægt að áhorfendur mæti á báða þessi leiki og hvetji liðin okkar til sigur.

Svo á miðvikudag er komið að stórleiknum, undanúrslit í Maltbikarnum, á móti Tindastól í Höllinni kl. 20:00. Þessi lið hafa oft háð harða og skemmtilega baráttu innan vallar og á pöllunum. það má búast við gríðarlegri stemningu og því er mikilvægt að tryggja sér miða.
Við viljum benda fólki á að kaupa miða af Haukum. Hægt er að fá miða í afgreiðslunni á Ásvöllum og einnig hægt að kaupa miða af Haukum á netinum með því að ýta hér

Við hvetjum allt Haukafólk til að versla miða af Haukum þar sem þá fá Haukarnir ágóðann af þeirri sölu.