Eimskip hf. sigraði á fyrirtækjamóti Skákdeildar Hauka

Fyrirtækjamót Skákdeildar Hauka og Skákfélags Hafnarfjarðar var haldið þriðjudaginn 28. apríl sl. Alls tóku 42 fyrirtæki þátt og eftir spennandi undanrásir komust 10 fyrirtæki í úrslit. Eftir spennandi úrslitakeppni lauk mótinu með sigri Eimskip hf. Í sætunum þar á eftir komu fyrirtækin Mjöll Frigg hf., og Sjóva. Eftirtalin fyrirtæki tóku þátt í firmakeppni Skákfélags Hafnarfjarðar […]

Úrslitahelgi yngri flokka KKÍ um helgina – 3 silfur

Úrslitahelgi yngri flokka KKÍ var haldin um helgina í Stykkishólmi. Haukar áttu þrjú lið sem voru að spila til úrslita um Íslandsmeistarartitil, 9. flokk drengja, stúlknaflokk og drengjaflokk. Allir þessir flokkar unnu bikarmeistaratitil á þessu ári og var því töluverð bjartsýni af hálfu Haukamanna fyrir þessari helgi. 9. flokkur drengja reið á vaðið kl. 11:00 […]

1×2 Getraunaleikur Hauka – Vorönn

Næsta fimmtudagskvöld verða kynnt úrslit í Vorleik Haukagetrauna. Athöfnin fer fram á skemmtikvöldi Knattspyrnudeildar sem hefst kl. 20. Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir sigur í Úrvalsdeild, Álpappírsdeild og Lehmans Brothers keppninni. Kynnir kvöldsins verði hinn kunni JBS sem mun m.a. frumflytja nýtt skemmtiatriði. Þar sem búist er við miklum fjölda gesta eru menn hvattir til […]

Skemmti- og baráttukvöld fótboltans

Næsta fimmtudagskvöld 30. apríl  klukkan 20 er blásið til samkomu hér á Ásvöllum. Fótboltamenn og stuðningsmenn koma og eiga saman góða og skemmtilega stund þar sem staðan og horfur sumarsins verða ræddar. Ljósum skrýtt Quiz Lukkuhjólið snýst og léttar veitingar verða í boði. Leynigestur kvöldsins stígur á svið kl. 21 ! – Úrslit í Vorleik […]

Ný deild í Haukum – Blakdeild

Á aðalstjórnarfundi sl. mánudag var gengið frá stofnun nýrrar deildar í félaginu, blakdeildar. Undirbúningur hefur staðið yfir um nokkurt skeið. Hópur ungra kvenna hefur í vetur æft hér á Ásvöllum í tímum sem falla utan opnunartíma hússins en vonir standa til að aðstæður batni með tilkomu nýs íþróttasalar.

Karlalið Hauka í handbolta það sigursælasta frá aldamótum

Í gær þá sópuðu strákarnir í mfl. karla deildarmeisturum Vals úr keppni með frábærum sigri að Hlíðarenda. Okkar menn hafa því bæði sópað FH og Val úr keppninni þetta árið og munu mæta ÍR eða Aftureldingu í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Liðið geislar þessa dagana af leikgleði og frábær vörn og markvarsla er ekki síst lykillinn […]

Haukarstrákar komnir í úrslitaeinvígið

Meistaraflokkur karla mætti í gær, þriðjudag, Val í þriðju viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildarinnar. Haukar höfðu unnið fyrstu tvær viðureignir liðanna og gátu því með sigri tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu. Þar sem Valsmenn voru komnir með bakið upp við vegginn mátti búast við þeim grimmum í byrjun leiks og sú var raunin en þeir […]

Sumarmót skákdeildar 2015

Firmamót skákdeildar verður haldinn þriðjudaginn 28. apríl 2015 og hefst kl. 19:30.  Mótið verður að þessu sinni sumarmót. Mótið er öllum opið og fyrirkomulag er þannig að þátttakendur sem ekki tilheyra sérstöku fyrirtæki draga það fyrirtæki sem þeir tefla fyrir í mótinu. Við hvetjum alla skákáhugamenn til að mæta á skemmtilegt skákmót. Eftirtalin fyrirtæki taka […]