Haukarstrákar komnir í úrslitaeinvígið

giedriusMeistaraflokkur karla mætti í gær, þriðjudag, Val í þriðju viðureign liðanna í undanúrslitum Olísdeildarinnar. Haukar höfðu unnið fyrstu tvær viðureignir liðanna og gátu því með sigri tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu.

Þar sem Valsmenn voru komnir með bakið upp við vegginn mátti búast við þeim grimmum í byrjun leiks og sú var raunin en þeir voru grimmir í vörninni og áræðnir í sókinni og það skilaði þeim 5 – 3 forusstu þegar um 6 mínútur voru liðnar af leiknum. Þá tók Giedrius markvörður Haukamanna á það ráð að loka markinu bókstaflega en fram að hálfleik náðu Valsmenn einungis að koma boltanum 1 sinni framhjá honum á meðan léku Haukar af skipulagi og þolinmæði í sínum sóknar leik sem skilaði þeim 11 mörkum á sama tíma og staðan því góð fyrir Haukamenn í hálfleik 14 – 6.

Valsmenn mættu grimmir inn í seinni hálfleikinn staðráðnir í að gefst ekki upp og lék framliggjandi vörn en það kom þó ekki að sök því Valsmenn náðu aldrei að ógna sigri Haukamanna og Haukar silgdu öruggum sigri í höfn í seinni hálfleik og unnu að lokum flottan sigur 29 – 22 og eru þar af leiðandi komnir í úrslitaeinvígið þriðja árið í röð.

Eins og áður kom fram þá átti Giedrius heint út sagt magnaðan leik í marki Hauka og varði 21 skot sem dugði honum til 53% markvörslu en Grétar Ari kom inn í markið undir lok leik og varði 2 skot. Af markaskorurum Hauka voru Árni Steinn og Janus atkvæðamestir með 5 mörk hvor en alls komust 9 leikmenn Hauka á blað í leiknum.

Eins og áður segir eru Haukar þar með komnir í úrslitaeinvígið en þar bíða Hauka annaðhvort ÍR eða Afturelding en þar er staða 2 – 1 fyrir þeim fyrrnefndu. Áður en úrslitaeinvígið byrjar verður gert stutt hlé þar sem landsliðið kemur saman og spilar tvo leiki í næstu viku og þar af leiðandi hefst úrslitaeinvígið ekki fyrr en miðvikudaginn 6. maí  en eitt er víst að Haukar hefja það einvígi á útivelli eins og önnur einvígi hingað til. Úrslitaeinvígið verður auglýst síðar hér á síðunni þegar vitað hver mótherjinn er og því um að gera að fylgjast með á síðunni á næstu dögum. Áfram Haukar!