Karlalið Hauka í handbolta það sigursælasta frá aldamótum

Íslands - og deildarmeistarar frá árinu 2000 í úrvalsdeild karlaÍ gær þá sópuðu strákarnir í mfl. karla deildarmeisturum Vals úr keppni með frábærum sigri að Hlíðarenda. Okkar menn hafa því bæði sópað FH og Val úr keppninni þetta árið og munu mæta ÍR eða Aftureldingu í úrslitunum um Íslandsmeistaratitilinn. Liðið geislar þessa dagana af leikgleði og frábær vörn og markvarsla er ekki síst lykillinn að þessum árangri.
Sé tölfræði skoðuð á árangri í handbolta karla frá áramótum þá sést að Haukar hafa 9 sinnum orðið deildarmeistarar og 8 sinnum Íslandsmeistarar en ekkert annað lið kemst nálægt Haukum í þessum samanburði, sjá mynd.
Það hefur verið frábær stemning á pöllunum í leikjunum í úrslitakeppninni, sama hvort við höfum verið að leika heima eða að heiman. Þessari stemningu höldum við að sjálfsögðu áfram og leggju okkar lóð á vogarskálarnar til að Haukar nái að landa þeim stóra í Olísdeildinni í ár. Úrslitin byrja 6. maí og munum við byrja á útileik, alveg sama hvort mótherjinn verður Afturelding eða ÍR.

Áfram Haukar!