Uppskeruhátíð handboltans

Ágæti félagi. Uppskeruhátíð handknattleiksdeildar verður haldin miðvikudagsköldið 28 mai, kvöldið fyrir uppstigningardag. Við ætlum að koma saman og fagna frábærum vetri. Matseðill kvöldsins verður grillhlaðborð ásamt fersku salati, gratineruðum jarðeplum með smá dassi af köldum og heitum sósum. Í eftirrétt verður kaffi og konfekt. Júlladiskó sér um tónlistina og stuðið. Verð aðeins kr. 2.500. Húsið […]

Mfl. kk. og kvenna spila i bikarnum á morgun, þriðjudag

 Borgunarbikar hjá mfl. karla og kvenna og breytingar á leikjum í 1. deild karla   Á morgun þriðjudag kl. 18:00 heimsækja Haukar ÍBV í 32. liða úrslitum Borgunarbikarsins. Bæði lið hafa spilað undir væntingum í sínum deildum og allveg ljóst að það verður hart barist. Haukar eiga harma að hefna frá úrslitakeppni í handboltanum og […]

Fjáröflun kvennaráðs yngri flokka fótboltans

Kæru Haukarar og forráðamenn. Kynnum frábæra fjáröflun og skemmtun sem kvennaráð yngri flokka Hauka hefur sett á laggirnar. Þann 1. júní kl. 12:00 verður í Laugarásbíó sérstök Haukaforsýning á myndinni Töfralandið OZ, Dóratea snýr aftur. Miðaverð kr. 1.500. innifalið er auk miðans lítið gos og popp.  Fyrir hvern seldan miða fær hver iðkandi 350 kr. […]

Stelpurnar efstar eftir tvo leiki

Haukastelpurnar unnu sinn annan leik í röð og eru nú efstar í 1. deild kvenna með tvo sigra eftir tvo leiki og hafa skorað 8 mörk í þessum tveim leikjum. Á laugardaginn unnu stelpurnar BÍ/Bolungarvík á útivelli 3 – 0 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1 – 0. Hildigunnur skoraði í fyrri hálfleik […]

Gólfið tekið í gegn

Þessa dagana stendur yfir viðgerð á gólfinu á Ásvöllum og hafa því engar æfingar verið síðustu daga. Til stendur að slípa upp allt gólfið og lakka upp á nýtt og er slípunarvinnan vel á veg komin. Þegar við litum inn í gærkvöldi voru vaskir menn að rífa upp auglýsingar af gólfinu á öðrum hluta salsins […]

Uppskeruhátíð handknattleiksdeildar 28. maí n.k.

Uppskeruhátíð handknattleiksdeildar verður haldin miðvikudagsköldið 28 mai, kvöldið fyrir uppstigningardag. Við ætlum að koma saman og fagna frábærum vetri. Matseðill kvöldsins verður grillhlaðborð ásamt fersku salati, gratineruðum jarðeplum með smá dassi af köldum og heitum sósum. Í eftirrétt verður kaffi og konfekt. Júlladiskó sér um tónlistina og stuðið. Verð aðeins kr. 2.500. Áfram Haukar!  

Haukar – Tindastóll kl. 20:00 á föstudaginn

Haukar-Tindastóll 1. Deild Karla, kl. 20:00 á Ásvöllum Á morgun föstudag kl. 20:00 koma Tindastólsmenn í heimsókn á Schenkervöllinn. Bæði lið eru með 1 stig eftir 2 umferðir og ætla sér klárlega að sækja 3 stig úr þessari rimmu. Við hvetjum alla Haukara að mæta á völlinn og styðja við bakið á strákunum.  

Uppskeruhátíð handboltans – umfjöllun

Uppskeruhátíð handboltans var haldinn hátíðleg mánudaginn 19. maí síðastliðinn. Á hátíðinni voru valdir þeir einstaklingar sem þótt höfðu náð frábærum árangri á liðnum keppnisvetri auk þess sem yngstu iðkendur fengu viðurkenningu fyrir flottan árangur. Töluverð fjölgun var hjá iðkendum í handbolta í vetur og var starfið afar blómlegt. Handknattleiksdeildin átti töluverðan fjölda af flokkum sem […]

Uppskeruhátíð körfunnar – umfjöllun

Uppskeruhátíð körfunnar var haldinn hátíðleg föstudaginn 16. maí. Á hátíðinni voru valdir þeir einstaklingar sem höfðu þótt hafa náð frábærum árangri á liðnum keppnisvetri auk þess sem yngstu iðkendur fengu viðurkenningu fyrir flottan árangur. Drengjaflokkur fékk verðlaun fyrir Íslandsmeistaratitilinn og 8. flokkur drengja fékk afhent silfurverðlaun sín. Fyrirliði Íslenska landsliðsins og atvinnumaðurinn Helena Sverrisdóttir veitti […]