Uppskeruhátíð körfunnar – umfjöllun

Pétur Ingvarsson var valinn þjálfari ársinsUppskeruhátíð körfunnar var haldinn hátíðleg föstudaginn 16. maí.

Á hátíðinni voru valdir þeir einstaklingar sem höfðu þótt hafa náð frábærum árangri á liðnum keppnisvetri auk þess sem yngstu iðkendur fengu viðurkenningu fyrir flottan árangur. Drengjaflokkur fékk verðlaun fyrir Íslandsmeistaratitilinn og 8. flokkur drengja fékk afhent silfurverðlaun sín. Fyrirliði Íslenska landsliðsins og atvinnumaðurinn Helena Sverrisdóttir veitti verðlaun á uppskeruhátíðinni.

Þjálfari ársins var jafnframt valinn og þar var fyrir valinu Pétur Ingvarsson en hann hafði verið með 4 aldurshópa og þóttu þeir hafa tekið miklum framförum í vetur og var til að mynda 8. fl. drengja hársbreidd frá því að verða Íslandsmeistarar en þeir lágu í valnum fyrir KR eftir fjórframlengdan leik. Pétur mun róa á ný mið á næsta ári þar sem hann mun þjálfa mfl. kk. í Borgarnesi og óskum við Haukamenn honum velfarnaðar í því starfi.

Verðlaunahafar í yngri flokkum voru eftirfarandi:

 

Unglingafl. karla – Mikivægasti leikmaður var Kristjan Leifur Sverrisson og mestu framfarir var Jón Ólafur Magnússon

Unglingafl. kvenna – Mikilvægasti leikmaður var Margrét Rósa Hálfdanardóttir og mestu framfarir var Dýrfinna Arnardóttir

drengjafl. – Mikilvægasti leikmaður var Kári Jónsson og mestu framfarir var Hjálmar Stefánsson

stúlknafl. – Mikilvægasti leikmaður voru Þóra Kristín Jónsdóttir og Sylvía Rún Hálfdanardóttir og mestu framfarir var Hanna Þráinsdóttir

11. fl. drengja – Mikilv. leikm. Jón Þórir Sigurðsson og mestu framf. Dagur Sigurðsson

10. fl. dr. – Mikilv. leikm. Anton Guðlaugsson og mestu framf. Magni Marelsson

10. fl. st. Mikilv. leikm. Sylvía Rún Hálfdanardóttir og Inga Rún Svansdóttir og mestu framf. Hrafnhildur Anna Erlendsdóttir

9. fl. dr. Mikilv. leikm. Hjalti Ómarsson og mestu framf. Ísak Sigurðarson og Aron Ás Kjartansson

9. fl. st. Mikilv. leikm. Anna Lóa Óskarsdóttir og mestu framf. Margrét Stefánsdóttir

8. fl. dr. Mikilv. leikm. Hilmar Pétursson og Hilmar Smári Henningsson og mestu framf. Róbert Hálfdanarson og besta ástundun Hjörtu Hjartarson

8. fl. st. Mikilv. leikm. Sunna Eyjólfsdóttir og mestu framf. Eyrún Embla og besta ástundun Sif Guðmundsdóttir

7. fl. dr. Mikilv. leikm. Valdimar Hjalti Erlendsson og mestu framf. Edwinas Gecas og besta ástundun Jón Valgeri STefánsson

7. fl. st. Mikilv. leikm. Sigrún Björg Ólafsdóttir og mestu framf. Karen Lilja Owalabi og besta ástundun Helga Brynjarsdóttir

mb. 11 ára dr. Mikilv. leikm. Sigurður Pétursson og mestu framf. Ólafur Valur Hjartarson og besta ástundun Haraldur Jón Friðriksson

mb. 11 ára st. Mikilv. leikm. Elva Karen Örvarsdóttir og Kolbrún eir Þorláksdóttir og mestu framf. Hildur bryndís Árnadóttir og besta ástundun helga Brynjarsdóttir.

 8. fl. náði flottum árangri í vetur       Drengjaflokkur varð Íslandsmeistari