Stelpurnar efstar eftir tvo leiki

Hildugunnur skoraði markHaukastelpurnar unnu sinn annan leik í röð og eru nú efstar í 1. deild kvenna með tvo sigra eftir tvo leiki og hafa skorað 8 mörk í þessum tveim leikjum.

Á laugardaginn unnu stelpurnar BÍ/Bolungarvík á útivelli 3 – 0 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 1 – 0. Hildigunnur skoraði í fyrri hálfleik eftir frábæra sendingu frá Stefaníu en yfirburðir Hauka voru þó nokkrir í fyrri hálfleik og hefðu auðveldlega átt að vera búnar að skora fleiri mörk í fyrri hálfleiknum og áttu til að mynda tvö skot sem enduðu í markslánni.

 

 Í seinni hálleik bættu stelpurnar síðan við tveim mörkum, eitt frá Hildigunni sem komst ein í gegn og kláraði eftir sendingu frá Eydísi. Það var svo Hulda sem rak endahnútinn á leikinn með marki úr vítaspyrnu og öruggur þriggja marka sigur kominn í höfn.

Haukastelpurnar eiga næst útileik í Borgunarbikarnum við Álftanes á Bessastaðarvelli kl. 19:15. Næsti heimaleikur stelpnanna í deildinn er á móti Hömrunum á sunnudaginn kl. 13:00 á Schenkervellingum og hvetjum við Haukafólk til að fjölmenna og styðja stelpurnar áfram á þeirra sigurgöngu. Hamrarnir sitja á botni deildarinnar eftir tvo tapleiki.