Sigur í fyrsta leik stelpnanna

Haukar unnu sannfærandi sigur á Keflavík, 5 – 0, í fyrsta leik sínum í 1. deildinni á þessu ári. Sigur liðsins var mjög öruggur eins og lokatölur leiksins sýna og koma stelpurnar ágætlega undan vetri. Staðan í hálfleik var 3 – 0 fyrir Hauka, með tveim mörkum frá Hildigunni og einu frá Kristínu. Stelpurnar voru […]

Uppskeruhátíð handboltans í dag, mánudaginn 19. maí.

Uppskeruhátíð hjá yngri flokkum handboltans verður haldin í dag, mánudaginn 19. maí kl. 17:00 – 18:30 á Ásvöllum.  Veitt verða einstaklingsverðun fyrir þá iðkendur sem hafa þótt hafa staðið sig einstaklega vel yfir veturinn og yngstu aldurshóparnir fá viðurkenningu fyrir frábæran vetur. Allir iðkendur og foreldrar eru hvattir til að mæta og taka þátt í […]

Gott keppnistímabil Hauka

Haukamenn geta litið stoltir og ánægðir til baka yfir liðið keppnistímabil þar sem árangur Hauka hvert sem litið hefur verið með allra besta móti þar sem meistaraflokkar Hauka í hand- og körfubolta skiluðu afar góðum árangri. Á sama tíma hafa Haukar ekki átt fleiri unga og efnilega leikmenn í landsliðsverkefnum sem sýnir þrótt mikið starf […]

Vilhjálmur Geir Hauksson gerir 3ja ára samning við Hauka

Handknattleiksdeild Hauka hefur gert þriggja ára samning við Vilhjálm Geir Hauksson. Vilhjálmur er einn af efnilegustu vinstri hornamönnum landssins og hefur spilað með yngri landsliðum HSÍ. Við fögnum því að fá þennan metnaðarfulla og sterka karakter í okkar hóp. Vilhálmur kemur til Hauka frá Gróttu. Áfram Haukar!

Frábær stemmning á sögulegum handboltaleik

Í gær réðust úrslitin í Olísdeild karla þegar leikinn var oddaleikur í viðureign Hauka og ÍBV í Schenkerhöllinni að Ásvöllum. Ég er efins um að önnur eins stemmning hafi verið á deildarleik eða leik í úrslitakeppni í handbolta á Íslandi. Vel á 3ja þúsund manns mættu til að styðja við bakið á sínu liði og […]

Uppskeruhátíð körfuboltans í dag, föstudag.

Uppskeruhátíð yngri flokka körfuknattleiksdeildar verður haldin hátíðlega á í dag, föstudaginn 16. maí kl. 16:00 – 18:00 á Ásvöllum. Verðlaun verða veitt fyrir þá einstaklinga sem hafa þótt skarað framúr á tímabilinu og allir yngstu iðkendur fá viðurkenningu fyrir góðan árangur í vetur. Atvinnumaður okkar Haukamanna, Helena Sverrisdóttir, mun veita verðlaunin. Iðkendur og foreldrar eru […]

HK – Haukar í kvöld í II. umferð fótboltans

Í kvöld er leikin 2. Umferð í Íslandsmóti karla og að þessu sinni verður spilað í Kórnum kl. 19:15 við HK. HK vann sinn fyrsta leik í mótinu á móti KV og lögðu einnig  Víking Ó. Í bikarnum, þeir mæta því fullir sjálfstraust í þennan slag og gæti orðið hörku leikur. Haukastrákarnir eru staðráðnir í […]

Góð stemning á úrslitaleiknum skv. Lögreglunni

Lögreglan áhöfuðborgarsvæðinu var sýnileg á Ásvöllum í gær er úrslitaleikur HSÍ fór fram í troðfullri Schenkerhöllinni. Samkvæmt Facebook síðu lögreglunnar þá var gróð stemning og áhorfendur beggja liða til fyrirmyndar  Eftirfarandi er hægt að sjá á FB síðu Lögreglunnar: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var á úrslitaleik Hauka og ÍBV á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld. Góð […]

VERTU MEÐ Á ÁSVÖLLUM Í KVÖLD – ÁFRAM HAUKAR!

Nú er komin upp sú staða að þarf oddaleik til að skera úr um hvort það verður Haukar eða ÍBV sem hampar Íslandsmeistaratitlinum í Olísdeildinni þetta árið. Þessi staða gleður margan handboltaáhugamanninn og eitt er víst að okkar strákar hafa alltaf svarað kallinum í vetur þegar þeir hafa verið með bakið upp við vegginn fræga. […]