Vélin hikstaði en malaði svo eins og köttur

Eftir langt hlé í Olísdeild karla þá byrjuðu strákarnir á því að fara í Austurberg í gærkvöldi og spila við ÍR. Leikurinn var mjög kaflaskiptur svo ekki sé sterkara að orði kveðið. Fyrrihálfleikur var ÍR-inga þar sem Haukamenn virkuðu þungir og pirraðir ásamt því að gera mörg tæknimistök sem skilaði ÍR ágætu forskoti í hálfleik, […]

Tekst Norðanstúlkum að stöðva sigurgöngu Hauka í Olís deild kvenna?

Á morgun laugardag fer fram viðureign Hauka og KA/Þór í Schenkerhöllinni. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og er mikilvægt að allir komi og styðji okkar stelpur til sigurs.  Liðin áttust við í október en þá höfðu Norðanstúlkur sigur 25-24 en Haukar höfðu leitt mestallan leikinn en misstu einbeitinguna  á síðustu metrunum. Haukar eru í harðri baráttu […]

ÍR – Haukar í kvöld kl. 19:00 í Austurbergi

Haukarnir fara í Breiðholtið í kvöld og mæta þar sterku liði ÍRkl. 19:00 í íþróttahúsinu Austurbergi. Þetta er fyrsti leikurinn eftir EM og verður því áhugavert að sjá hvernig strákarnir koma undan þessu langa fríi sem verið hefur á deildinni.  Strákarnir sitja á toppi deildarinnar með 17 stig. ÍR eru í 6. sæti með 10 […]

Snæfell – Haukar í Dominos deild kk í kvöld

Mfl. kk. í körfu mun leggja leið sína á Stykkishólm í kvöld og etja kappi við Snæfellinga kl. 19:15 í Hólminum. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Snæfell situr í 8 sæti með 5 sigra en Haukar sitja í 6-7 sæti með 7 sigra. Með sigri geta Haukastrákar skilið sig frá Snæfellingum og farið […]

Herrakvöld Hauka 2014

Herrakvöld Hauka verður haldið laugardaginn 1. febrúar í hátíðarsalnum á Ásvöllum. Húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 20:00. Mikið verður lagt í kvöldið, eins og síðustu ár.  Úlfar Eysteinsson mun sjá um að framreiða glæsilegt veisluborð, Pétur Jóhann mun sjá um skemmtiatriði og auðvitað mun happdrættið verða á sínum stað, auk annarra skemmtiatrið […]

Haukastelpur á sigurbraut í Olísdeildinni

Verðmæt stig komu í hús í kvöld þegar Haukar unnu Fylki í Árbænum með 29 mörkum gegn 22. Fyrir utan upphafsmínúturnar voru Haukar yfir allan leikinn.Markaskorun í leiknum dreifðist nokkuð en Agnes Ósk byrjaði vel og skorað þrjú fyrstu mörkin. Viktoría var markahæst með 7 mörk og Kolbrún kom þar skammt á eftir með 6 […]

Fréttir af mfl. kk. í fótbolta

Gleðilegt ár kæra Haukafólk Við í meistaraflokki karla í fótboltanum erum byrjaðir á fullu í undirbúning fyrir sumarið. Vorum auðvitað grátlega nærri því að spila í Pepsí en lá ekki fyrir okkur. Við erum hinsvegar reynslunni ríkari og bíðum eftir því að fá tækifæri til að leiðrétta það.  Þær breytingar á hópnum frá því í […]

Henning Henningsson tekur við keflinu

Henning Henningsson var kjörinn nýr formaður körfuknattleiksdeildar Hauka á aðalfundi deildarinnar nú nýverið. Henning tekur við formennskunni af Samúel Guðmundssyni sem gengt hefur formennsku síðustu 5 ár. Gísli Sigurbergsson var á sama fundi kjörinn nýr varaformaður deildarinnar. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum var samþykkt einróma að beina því til að aðalstjórnar Hauka að nýr íþróttasalur fyrir […]

Haukar – ÍR í kvöld kl. 19:15

Í kvöld koma ÍRingar í heimsókn en þeir sitja í 9. sæti með 6 stig og hafa verið að sækja í sig veðrið eftir áramót með nýjum kana.  Haukarnir hafa tapað síðustu tveim leikjum sínum og því er leikurinn í kvöld „möst win“ og því er um að gera að láta sjá sig í Schenkerhöllinni […]