Haukar B taka á móti Skallagrími

Haukar B taka á móti Skallagrími annað kvöld í 32. liða úrslitum í Poweradebikarsins.Í ljós þess að færri munu komast að en vilja hefur verið ákveðið að miðasala á leikinn hefjist kl. 04:00 í nótt og búist er við því að allir miðar verði orðnir seldir um 7:00 í fyrramálið. Jafnframt hefur verið ákveðið að […]

Haukar stóðust áhlaupið

Eftir miður góða niðurstöðu úr leik Hauka og Snæfells í Domino‘s deild kvenna var komið að strákunum okkar að berja á karlaliði Snæfells. Fyrir leikinn höfðu Haukar ekki unnið deildarleik gegn Snæfell á Ásvöllum síðan 2003 og kominn tími til að hleypa ekki Snæfellingum burt með enn einn sigurinn. Jón Ólafur Jónsson (Nonni Mæju) opnaði […]

Snæfellingar höfðu betur í jöfnum leik

Haukar og Snæfell mættust í Domino‘s deildum karla og kvenna í gærkvöld og skiptu liðin með sér sigrum. Snæfell náði sigri í kvenna leiknum en í karlaleiknum voru Haukar sterkari aðilinn. Vel var mætt á völlinn í boði Valitor og urðu áhorfendur ekki sviknir yfir spennunni sem boðið var upp á af leikmönnum. Leikur Hauka […]

Valitor býður á leik

Sannkölluð körfubolta veisla verður á Ásvöllum á miðvikudaginn þegar Haukar mæta Snæfell í Domino‘s deildum karla og kvenna. Valitor, sem nýverið flutti höfuðstöðvar sínar í Hafnarfjörð, ætlar að bjóða öllum frítt á leikina og því kjörið tækifæri til að mæta og horfa á flottan körfubolta. Bæði lið Hauka eru á góðu skriði og unnu síðustu […]

Öruggur sigur fyrir norðan

Meistaraflokkur karla í handbolta lék í gær gegn Akureyri fyrir norðan í sjöttu umferð Olísdeildar karla.  Haukamenn mættu grimmir til leiks eftir tapið um helgina í Evrópukeppninni og byrjuðu þeir leikinn betur og komust í 3 – 0 og voru komnir í 8 – 2 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Þegar flautað var til hálfleiks […]

Öflugur sigur Hauka í Breiðholti

Haukar gerðu góða ferð í Hertz hellinn í gærkvöld þegar liðið mætti ÍR í þriðju umferð Domino‘s deildar karla. Skemmst er frá því að segja að yfirburðir Haukaliðsins voru töluverðir og sigraði liðið 87-113.  Haukar byrjuðu af miklum krafti og fór Terrence Watson fyrir liði Hauka en hann skoraði fyrstu sex stig Hauka og fjögur […]

Mót í 8. flokki handbolta

Tilkynningin: 8. flokkur í handknattleik Nú er hafin skráning fyrir fyrsta mótið í vetur, Gróttumótið 15. – 17. nóvember. Vinsamlegast látið vita hvort að barnið ykkar muni keppa fyrir 27. október inn á facebook síðunni okkar: Haukar árgangur 2006 – 2007 Vonandi geta allir verið með bestu kveðjurÞjálfarar

Haukar áttu aldrei séns en ungu strákarnir fengu að spreyta sig

Haukar tóku í dag á móti stórliði S.L. Benfica frá Lissabon. Það má segja að þessi leikur hafi verið formsatriði fyrir gestina eftir að hafa sigrað í fyrri leik liðana með 15 marka mun. Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 2 – 0 og var Einar Ólafur flottur í markinu á fyrri […]

Mikilvægur útisigur á Selfossi í Olísdeild kvenna

Haukastelpur gerðu góða ferð á Selfoss í dag þegar þær unnu sprækar heimastúlkur 16 – 20 en staðan í leikhlé var 4 – 8. Haukar náðu mest 7 marka forskoti í leiknum en það var öðru fremur góður varnarleikur sem skóp þetta forskot. Sóknarleikur liðisins var á köflum ekki nógu góður en þær bættu það […]