Ótrúleg dramatík í leik Hauka og Grindavíkur

Það bjóst líklega engum við að upplifa þá dramatík sem leikmenn Hauka og Grindavíkur buðu upp á þegar liðin mættust í annarri umferð Domino‘s deildar karla á Ásvöllum í gær. Jafnt var á öllum tölum nánast allan leikinn og tvívegis þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara. Það fór svo að […]

Sigurbjörn Örn ráðinn þjálfari Hauka

Knattspyrnudeild Hauka undirritaði í kvöld samninga við þá Sigurbjörn Hreiðarsson, Matthías Guðmundsson og Kristján Ómar Björnsson, en þeir mynda þjálfarateymi meistaraflokks karla á næsta keppnistímabili. Sigurbjörn, sem verður þjálfari liðsins, hefur verið aðstoðarþjálfari Hauka síðastliðin tvö ár, ásamt því að spila með liðinu. „Þetta er einstakt tækifæri. Það hefur verið lærdómsríkt að vinna með Óla […]

Baráttusigur Hauka í háspennuleik í Schenkerhöllinni

Í kvöld tóku Haukapiltar á móti ÍR í Olísdeild karla. Leikurinn var nokkuð jafn allan tímann en í hálfleik höfðu gestirnir úr Breiðholti eins marks forystu, 15 – 16. Síðari hálfleikur byrjaði ekki nógu vel hjá Haukum og eftir 10 mínútur voru ÍR ingar komnir með 4 marka forystu, 18 – 22. En seigla var […]

Hummel söludagur á sunnudaginn 20. okt. n.k.

Hummel söludagur verður sunnudaginn 20. október hér á Ásvöllum og hefst hann kl. 14:00 og stendur til rúmlega 16:00. Þetta er sama dag og Evrópuleikur Hauka á móti S.L Benfica, sem hefst kl. 17:00. Seldir verði Haukabúningar, íþróttasokkar, skór og almennur íþróttafatnaður. Tilvalið að kíkja að kíkja á vöruúrvalið og fara síðan á Haukar – […]

Haukar – ÍR í Schenkerhöllinni í kvöld kl. 19:30

Í kvöld fær karlalið Hauka lið ÍR í heimsókn í 5. umferð Olísdeildarinnar. ÍR er núna á toppi deildarinnar með 6 stig úr fjórum leikjum en okkar menn eru með 4. Í síðustu umferð töpuðu strákarnir naumlega gegn Íslandsmeisturum Fram og alveg ljóst að þeir ætla sér sigur í leiknum á morgun. Leikurinn hefst kl. […]

Haukar mæta KFÍ í 32 liða úrslitum Poweradebikars karla

Nú rétt í þessu var verið að draga í 32 liða úrslit í Poweradebikarkeppni karla og munu Haukar mæta liði KFÍ á Ísafirði. 33 lið voru í pottinum að þessu sinni og drógust Haukar B gegn Stjörnunni B í forkeppni bikarsins. Liðið sem vinnur svo þann leik mun mæta Skallagrími. Allan dráttinn má svo finna […]

Ívar: Verðum að fá betri nýtingu fyrir utan

Haukar mæta ríkjandi Íslandsmeisturum Grindavík í annarri umferð Domino‘s deildar karla á föstudaginn næstkomandi en Haukar fóru vel af stað í deildinni og sigruðu Val í fyrstu umferð. Grindvíkingar, sem spáð var 5. sæti deildarinnar fyrir tímabilið, náðu sér ekki á strik gegn KR í síðasta leik og nokkuð öruggt að þeir muni koma vel […]