Sigur í fyrsta leik

Íslandsmótið í handbolta hófst í gærkvöldi þegar okkar menn fóru sigurför að Hlíðarenda. Okkar menn kláruðu leikinn í fyrri  hálfleik og spiluðu á köflum frábæran handbolta. Um miðjan seinni hálfleik slökuðu menn örlítið á en sigurinn var aldrei í hættu. Björgvin var hreint óstöðvandi í fyrri hálfleik og setti tíu mörk en var hvíldur mestan […]

Hanboltavertíðin er hafin

Í kvöld 29/09 hefst deildarkeppnin í handbolta með leik Vals og Hauka kl. 20:30 í Vodafone höllinni í meistaraflokki karla. Stelpurnar hefja leik á laugardag þegar þær sækja Framstúlkur heim. Íslandsmót yngri flokka er annað hvort hafið eða mun hefjast á næstu dögum, upplýsingar um leiki allra flokka sem spila í deildum má finna inni á vef […]

N1 deild karla hefst á miðvikudaginn

Íslandsmótið í handbolta, N1 deildin, hefst á miðvikudagskvöldið kemur kl 20:30 þegar okkar menn mæta í Valsheimilið og hefja titilvörnina gegn mjög svo mikið breyttu Valsliði. Þó svo að okkar menn hafi unnið sannfærandi sigur á Valsmönnum síðasta miðvikudag má búast við hörkuleik. Við hvetjum alla til að mæta og hvetja okkar menn til sigurs.  […]

Strákunum spáð 2. sæti

Haukum er spáð 2. sæti í N1-deild karla í árlegri spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða en hún var birt í hádeginu. FH-ingum er spáð sigri en aðeins munar fjórum stigum á Hafnarfjarðarliðunum.         Öll spáin: 1. FH 218 2. Haukar 214 3. Akureyri 187 4. Fram 170 5. Valur 146 6. HK […]

Stelpunum spáð 7. sæti

Haukum er spáð 7. sæti í N1-deild kvenna á næstu leiktíð en spáin var birt í dag. Þar fá Haukar 139 stig en Fram er spáð sigri með 286 stigum. 10 lið leika í N1-deild kvenna á næstu leiktíð. Keppni hefst um næstu helgi.     Öll spáin: 1. Fram 286 2. Valur 282 3. […]

Frítt á leik Hauka og Vals

Í tilefni þess að frábæru Íslandsmóti er að ljúka vilja Haukar bjóða öllum, jafnt Haukamönnum sem Valsmönnum frítt á lokaleik deildarinnar þegar Valsmenn koma í heimsókn á sinn eigin heimavöll, Vodafonevöllinn á morgun laugardag kl 14:00. Með þessu viljum við þakka öllum sem studdu okkur með ráðum og dáð og sérstaklega Valsmönnum sem af sönnum […]