Allir á völlinn

Allir á völlinn

Allir á völlinn

Á morgun fer fram sannkallaður stórleikur á Ásvöllum. Þá taka strákarnir okkar, sem eru í efsta sæti eftir frækinn sigur á ÍBV um helgina, á móti liðinu í 3. sæti, Fram.

Okkar strákar eru í efsta sæti deildarinnar með 14 stig eftir 9 leiki en HK og Fram eru jöfn í 2. og 3. sæti með 13 stig eftir 9 leiki. Með sigri geta strákarnir okkar bætt í forskotið og það er að sjálfsögðu það sem við viljum.

Leikurinn hefst klukkan 19:00 og er fólk beðið um að mæta tímanlega. Kjörið er að mæta tímanlega og hitta sína góðu Haukavini og spjalla um daginn og veginn, handbolta sem og annað. Það verður heitt á könnunni.

ÁFRAM HAUKAR!!

Allir á völlinn!

2.flokkur karla mætir FH á Kaplakrikavelli laugardaginn 22.júlí í 8-liða úrslitum VISA Bikarkeppninnar. Fram að þessari umferð í bikarnum hafa strákarnir lagt Breiðablik og Val í hreint mögnuðum leikjum.

Við hvetjum alla til að kíkja á völlinn og hvetja Hauka. Leikurinn hefst klukkan 14:00.