Hanboltavertíðin er hafin

Í kvöld 29/09 hefst deildarkeppnin í handbolta með leik Vals og Hauka kl. 20:30 í Vodafone höllinni í meistaraflokki karla. Stelpurnar hefja leik á laugardag þegar þær sækja Framstúlkur heim. Íslandsmót yngri flokka er annað hvort hafið eða mun hefjast á næstu dögum, upplýsingar um leiki allra flokka sem spila í deildum má finna inni á vef HSÍ undir Mótamál.

Það skiptir félag eins og Hauka sköpum að fá stuðning bæjarbúa. Haukar hafa samfélagslega skyldu og hafa mætt þeirri þörf með stofnun frábærs stuðningsmannahóps sem kallar sig Haukar í Horni. Félagar í Haukum í horni greiða vægt mánaðarlegt gjald sem gildir sem aðgöngumiði á alla heimaleiki félagsins hvort sem er í handbolta, körfubolta eða fótbolta. Félagsskírteini Haukum í horni gildir einnig sem aðgöngumiði í VIP herbergi Hauka þar sem boðið er upp á veitingar á leikjum, auk almenns félagsstarfs.

Frekari upplýsingar og skráningareiðublöð má finna inni og heimasíðunni okkar merkt Haukar í horni. Helsti styrkur Hauka er fjöldi þeirra frábæru sjálfboðalið sem leggja sitt að mörkum til að gera alla umgjörð félagsins sem glæsilegasta, við hvetjum þig til að vera með okkur í vetur.

Sjáumst á næsta leik.

Valdimar Óskarsson
Formaður Handknattleiksdeildar.