N1 deild karla hefst á miðvikudaginn

Íslandsmótið í handbolta, N1 deildin, hefst á miðvikudagskvöldið kemur kl 20:30 þegar okkar menn mæta í Valsheimilið og hefja titilvörnina gegn mjög svo mikið breyttu Valsliði. Þó svo að okkar menn hafi unnið sannfærandi sigur á Valsmönnum síðasta miðvikudag má búast við hörkuleik. Við hvetjum alla til að mæta og hvetja okkar menn til sigurs. 

Áfram Haukar!!! 

N1-deild karla hefst á miðvikudaginn

HaukarLoksins, loksins hugsa kannski margir, N1-deildirnar eru að hefjast. Og Íslandsmeistarnarnir hefja leik í N1-deildinni í Garðabænum þegar Haukar og Stjarnan mætast í Mýrinni. Leikurinn hefst klukkan 19:30.

Það hafa verið gerðar miklar breytingar á báðum liðum í sumar og til að mynda hafa Haukar fengið Björgvin Hólmgeirsson frá Stjörnunni. Það verður því spennandi að sjá hvað Björgvin gerir gegn sínum gömlu félögum.

Jónatan Ingi Jónsson hefur einnig snúið aftur til Hauka eftir að hafa verið á láni hjá FH á síðasta tímabili. Unglingalandsliðsmaðurinn Guðmundur Árni Ólafsson gekk svo til liðs við Hauka frá Selfossi.

En það hafa margir horfið á braut og þá aðalega í atvinnumennskuna, Arnar Jón Agnarsson fór til EHV Aue, Andri Stefan gekk til liðs við Fyllingen í Noregi, línutröllið Kári Kristján Kristjánsson fór til Sviss til ZMC Amicitia. Markvörðurinn Gísli Guðmundsson fór til Halldórs Ingólfssonar í Gróttu og þá flutti Arnar Pétursson til Eyja og mun að öllum líkindum spila í ÍBV-búningum í vetur.

Eins og sést hafa verið gerðar miklar breytingar á Haukaliðinu en stefnan er samt sem áður sett á Íslandsmeistaratitilinn og baráttan hefst á miðvikudaginn. Fjölmennum í Mýrina á miðvikudaginn og hvetjum strákana til sigurs.