Bragðdauft jafntefli gegn Fram í gær

Það voru engin mörk skoruð í leik Hauka og Fram í Pepsi-deild karla sem fram fór á Laugardalsvellinum í gær. Haukar fengu þar með sitt fjórða stig í deildinni í sumar og öll hafa þau komið á útivelli. Í byrjunarliði Hauka voru hvorki fleiri né færri en 8 uppaldir leikmenn Haukamenn, allir að undanskyldum Daða […]

Breiðablik – Haukar

Næstkomandi miðvikudag 30. júní mæta stelpurnar okkar í Kópavoginn og mæta þar Breiðablik kl 19:15. Stelpurnar mæta fullar sjálfstrausts eftir frábæran sigur á Aftrueldingu í bikarkeppninni á laugardaginn síðasta. Nú mætum við öll og styðjum stelpurnar til sigurs. Áfram Haukar

Haukastúlkur áfram í VISA bikar

Haukastúlkur komust áfram í 8 liða úrslit Visabikar kvenna með 2-0 sigri á Aftureldingu. Haukastúlkur hófu leikinn af miklum krafti og komust í eitt núll í fyrri hálfleik með marki Rebeccu Wise. Þegar seinni hálfleikur hófst var eins og Haukastúlkur ætluðu að halda fengnum hlut og drógu sig til baka. Eftir nokkrar snarpar sóknir Aftureldingar […]

Fram – Haukar

Leikur Fram og Hauka í Pepsi deild karla fer fram á Sunnudaginn 27. júní á Laugardalsvelli kl 16. Mætum öll og styðjum okkar menn og verum 12. maðurinn sem okkur sárlega vantar. Það vantaði herslumuninn síðast, nú löndum við fyrsta sigrinum. Áfram Haukar!!!!   

16 liða úrslit í Visabikarnum

Næst komandi laugardag kl 14. munu Haukastelpurnar taka á móti Aftureldingu í 16 liða úrslitum Visabikarsins hér að Ásvöllum. Allir að mæta, því um hörkuleik verður að ræða.  Áfram Haukar!!!!!!! 

Sam: Ég mun sakna Íslands

Sam Mantom hefur nú snúið aftur til síns heimalands og mun byrja að æfa með West Bromwich Albion á ný eftir að hafa dvalið hjá Haukum í tæpa tvo mánuði. Honum tókst að skora tvö mörk á tíma sínum hér, það fyrra með skalla á móti Breiðablik og hitt skoraði hann með hnitmiðuðu skoti í […]

Áfram stelpur!!

Á dögunum var gerður tímamóta samningur við uppalda yngri leikmenn handknattleiksdeildar. Samningurinn er til þriggja ára þar sem leikmenn og félagið sameina markmið sín. Það er ánægjulegt og á sama tíma óvenjulegt að félag skili af sér svo mörgum og sterkum leikmönnum upp í meistaraflokk. Þeir leikmenn sem samið var við að þessu sinni eru […]

Tveir leikmenn Hauka í U-18 landsliðið

U-18 landslið Íslands í handknattleik (fyrir leikmann fædda 1992 og 1993) er á leið til Svíþjóðar í byrjun næsta mánaðar til taka þátt í opna Evrópumeistaramótinu. Sextán leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt fyrir Íslands hönd og erum við Haukamenn stoltir af því að eiga tvo fulltrúa í hópnum. Þær eru Viktoría Valdimarsdóttir […]

Stelpurnar byrja heima en strákarnir úti

Nýliðar Hauka í Iceland Express-deild karla í körfubolta hefja tímabilið í Hveragerði. En í gær gaf Körfuknattleikssambandið út leikjaröð tímabilsins. Fyrsti heimaleikur Hauka verður í 2. umferð gegn Tindastóli. Hægt er að sjá umferðaröðina hér. Bikarmeistararnarnir byrja á stórleik Fyrsti leikur Subwaybikarmeistara Hauka í Iceland Express-deild kvenna verður sannkallaður stórleikur en það er gegn Íslandsmeisturum […]

Illa lyktandi tap gegn Grindavík

Það voru Haukar sem voru yfir í hálfleik 2-0 gegn Grindavík í kvöld á Vodafone-vellinum, en það voru hinsvegar Grindvíkingar sem fóru með sigur af hólmi eftir 90 mínútna leik, 3-2. Arnar Gunnlaugsson kom Haukum á bragðið með flottu marki eftir góðan undirbúning frá Sam Mantom sem var að spila sinn síðasta leik fyrir Hauka […]