Tveir leikmenn Hauka í U-18 landsliðið

U-18 landslið Íslands í handknattleik (fyrir leikmann fædda 1992 og 1993) er á leið til Svíþjóðar í byrjun næsta mánaðar til taka þátt í opna Evrópumeistaramótinu.

Sextán leikmenn hafa verið valdir til að taka þátt fyrir Íslands hönd og erum við Haukamenn stoltir af því að eiga tvo fulltrúa í hópnum. Þær eru Viktoría Valdimarsdóttir (1993) örvhentur leikmaður sem leysir stöðu skyttur og hornamanns og Karen Helga Sigurjónsdóttir leikstjórnandi.

Þær Viktoría og Karen voru í hópi Haukastelpna í unglingaflokki sem náði bronsverðlaunum á síðasta Íslandsmeistaramóti. Einnig vorum tvær Haukastelpur í U-20 landsliðinu sem tók þátt í sterku móti í maí síðastliðnum en það voru þær Erla Eiríksdóttir (hægra horn) og Heiða Ingólfsdóttir (markvörður).

Við óskum okkar ungu afreksstelpum til hamingju með árangurinn.