Bragðdauft jafntefli gegn Fram í gær

Það voru engin mörk skoruð í leik Hauka og Fram í Pepsi-deild karla sem fram fór á Laugardalsvellinum í gær. Haukar fengu þar með sitt fjórða stig í deildinni í sumar og öll hafa þau komið á útivelli.

Í byrjunarliði Hauka voru hvorki fleiri né færri en 8 uppaldir leikmenn Haukamenn, allir að undanskyldum Daða Lárussyni, Gunnari Ormslev Ásgeirssyni og Arnari Gunnlaugssyni. Þetta er eitthvað sem fá lið í Pepsi-deildinni og líklegast í öllum deildum hér á landi geta montað sig yfir. 

Næsti leikur Hauka er gegn Fylki á Vodafone-vellinum klukkan 19:15 næstkomandi sunnudag.

 

Umfjöllun um leikinn, frá Fótbolti.net

Viðtal við Arnar Gunnlaugsson, frá Fótbolti.net

Viðtal við Andra Marteins., frá MBL.is

Viðtal við Andra Marteins., frá Vísi.is

Úlfar Hrafn Pálsson leikmaður Hauka var borinn af leikvelli í gær vegna meiðsla á ökkla, en meiðslin voru ekki jafn slæm eins og virtist í fyrstu, frétt um þetta af Fótbolti.net er hægt að nálgast hér.