Illa lyktandi tap gegn Grindavík

Sam Mantom lagði upp mark í kveðjuleik sínum fyrir Hauka.Það voru Haukar sem voru yfir í hálfleik 2-0 gegn Grindavík í kvöld á Vodafone-vellinum, en það voru hinsvegar Grindvíkingar sem fóru með sigur af hólmi eftir 90 mínútna leik, 3-2.

Arnar Gunnlaugsson kom Haukum á bragðið með flottu marki eftir góðan undirbúning frá Sam Mantom sem var að spila sinn síðasta leik fyrir Hauka en hann snýr aftur til Englands eftir mánaðar dvöl hér á landi. Hilmar Geir Eiðsson skoraði síðan annað mark Hauka og þar við sat í hálfleik.

Haukar héldu tveggja marka forystu sinni í korter í seinni hálfleik eða þar til að Orri Freyr Hjaltalín minnkaði muninn, eftir það litu getirnir aldrei til baka og Gilles Mbang Ondo skoraði tvö mörk á eins mínútna milli bili. 

Við leyfum öðrum fjölmiðlum að hafa fleiri orð um þennan leik. Næsti leikur Hauka er á sunnudaginn gegn Fram á Laugardalsvellinum klukkan 16:00.

Umfjöllun um leikinn, frá Fótbolti.net

Viðtal við Andra Marteins., frá Fótbolti.net

Viðtal við Andra Marteins., frá Sport.is

Umfjöllun um leikinn, frá Sport.is

Mörkin úr leiknum, frá Vísi.is