Áfram stelpur!!

Stelpurnar við undirskrift ásamt Einari Jónssyni þjálfara og Valdimari Óskarssyni formanni Hkd. Hauka.Á dögunum var gerður tímamóta samningur við uppalda yngri leikmenn handknattleiksdeildar. Samningurinn er til þriggja ára þar sem leikmenn og félagið sameina markmið sín.

Það er ánægjulegt og á sama tíma óvenjulegt að félag skili af sér svo mörgum og sterkum leikmönnum upp í meistaraflokk. Þeir leikmenn sem samið var við að þessu sinni eru á aldrinum 17 til 20 ára

Við óskum stelpunum til hamingju og eigum við eflaust eftir að sjá mikið til þeirra á vellinum í framtíðinni.

Talsverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi mfl. kvenna. Margir eldri leikmenn hafa farið til nýrra verkefna og ungir og efnilegir leikmenn að taka við.   Næstu tvö árin muni einkennast af uppbyggingarstarfi en ljóst er að hópurinn verður styrktur með erlendum leikmönnum fyrir komandi keppnistímabili

Efri röð frá vinstri Einar Jónsson Þjálfari meistaraflokks. Sandra Sif Sigurjónsdóttir (línumaður), Erla Eiríksdóttir (hægra horn), Viktoría Valdimarsdóttir (hægri skytta/hægra horn), Gunnhildur Pétursdóttir (vinstri skytta) Elsa Björg Árnadóttir( vinstri skytta/miðja) Valdimar Óskarsson formaður handknattleiksdeildar, neðri röð frá vinstri Ásthildur Friðgeirsdóttir (vinstra horn) Karen Helga Sigurjónsdóttir (miðja/skytta) Guðrún Ósk Guðjónsdóttir(vinstra horn) Sjöfn Ragnarsdóttir (miðja/skytta).