Handboltaskóli Hauka 2006

8.-18. ágúst á Ásvöllum. Yngri hópur (börn fædd 1997 & síðar) kl. 09-12. Eldri hópur (börn fædd 1993-1996) kl. 13-16. Stelpur og strákar æfa saman Þátttökugjald: 1 vika kr. 3.000 2 vikur kr. 5.000 Veittur er 40% systkinaafsláttur Hægt er að skrá börnin hér

Króksmót-foreldrafundur

Komið þið sæl. > > Það verður foreldrafundur vegna Króksmótsins n.k. þriðjudag kl: 19:30 á > Ásvöllum. > > Króksmótið verður helgina 11-13 ágúst. Gert er ráð fyrir að strákarnir sofi > með > foreldrum sínum á tjaldstæðinu. > > kv. Óli

Haukar – HK/Víkingur

Meistararflokkur kvenna spilaði sinn 10. leik í 1. deild kvenna A riðli. Þessi leikur var á móti HK/Víkingi en þetta var síðari leikur liðanna en fyrri leikur liðanna endaði með sigri Hauka 5 – 2. Haukar hafa fengið liðskyrk síðan þá því fyrr í þessum mánuði gengu Bára Gunnarsdóttir og Sigríður Björk Þorláksdóttir til liðs […]

Evrópudráttur

Í hádeginu í dag fór fram fyrsti drátturinn fyrir Evrópukeppnirnar næsta vetur. Stelpurnar okkar spila í Evrópukeppni bikarhafa eða Cup Winners´Cup og drógust þær á móti liði frá Ungverjalandi, Cornexi Alcoa-HSB Holding. Fyrri leikurinn verður heima 14/15 október og síðari leikurinn úti viku seinna eða 21/22 október. Strákarnir hefja leik í 2. umferð EHF keppninnar […]

Tvískákmót Hauka næsta miðvikudag

Miðvikudaginn 26. júlí verður fyrsta tvískákmót Hauka haldið í Haukahúsinu kl. 19:00. Ekki er nauðsynlegt að hafa með sér félaga, dregið verður í lið á staðnum, ekkert mótsgjald og allir eru velkomnir! Reglur um tvískák má finna hér á ensku: http://www.czechopen.net/tournaments/CompleteBughouseChessRules.htm

Haukar – Fjölnir

Meistaraflokkur karla spilaði sinn 11 leik í 1. deild karla föstudaginn 21. júlí en leikurinn var á móti Fjölni. Leikurinn var á Ásvöllum og var þetta seinni leikur liðanna í sumar en fyrri leikurinn sem var á Fjölnisvelli laugardaginn 20. maí endaði 1 – 1 með marki frá Ediloni. Fyrir þennan leik voru Haukar í […]

Allir á völlinn!

2.flokkur karla mætir FH á Kaplakrikavelli laugardaginn 22.júlí í 8-liða úrslitum VISA Bikarkeppninnar. Fram að þessari umferð í bikarnum hafa strákarnir lagt Breiðablik og Val í hreint mögnuðum leikjum. Við hvetjum alla til að kíkja á völlinn og hvetja Hauka. Leikurinn hefst klukkan 14:00.

Króksmótið 12.-13. ágúst

Komið þið sæl! Takk fyrir góð viðbrögð við skráningu á Króksmótið. Þetta er allt í vinnslu og frekari fréttir berast svo á tölvupósti og hér í fréttahorninu okkar. GO HAUKAR !!!

4. fl. kk. í Gautaborg

Í morgun fór 4. fl. kk. til Gautaborgar til að taka þátt í einu af stærstu fótboltamótum í heiminum fyrir þennan aldur, Gothia-cup. Farið var með rútu frá Ásvöllum kl. 04:30 í morgun og flogið til Gautaborgar kl. 07:20. Það voru 24 hressir strákar sem fóru ásamt þjálfara og fararstjórum og var góð stemning í […]