4. fl. kk. í Gautaborg

Í morgun fór 4. fl. kk. til Gautaborgar til að taka þátt í einu af stærstu fótboltamótum í heiminum fyrir þennan aldur, Gothia-cup. Farið var með rútu frá Ásvöllum kl. 04:30 í morgun og flogið til Gautaborgar kl. 07:20. Það voru 24 hressir strákar sem fóru ásamt þjálfara og fararstjórum og var góð stemning í hópnum. Þetta er stór viðburður fyrir strákana og búið að bíða lengi eftir brottfaradeginum!

Á Gothia-cup hittast unglingar alls staðar að úr heiminum og spila fótbolta. Þátttakendur eru u.þ.b. 32.000 ! frá öllum heimshornum og tungumálið er einfalt: fótbolti…

Slóðin fyrir Gothia-cup er www.gothiacup.se

Áfram Haukar!