Haukar – HK/Víkingur

Meistararflokkur kvenna spilaði sinn 10. leik í 1. deild kvenna A riðli. Þessi leikur var á móti HK/Víkingi en þetta var síðari leikur liðanna en fyrri leikur liðanna endaði með sigri Hauka 5 – 2. Haukar hafa fengið liðskyrk síðan þá því fyrr í þessum mánuði gengu Bára Gunnarsdóttir og Sigríður Björk Þorláksdóttir til liðs við Hauka frá Breiðabliki en Bára er systir Bjarkar sem hefur spilað með Haukastelpum undanfarin 2 sumur. Fyrir leikinn voru Haukar í 3. sæti með 20 stig en HK/Víkingur í því 5. með 16 stig.

Byrjunarlið Hauka var þannig skipað að Jelena var í markinu og fyrir framann hana voru Allý, Ellen, Saga og Þórdís Péturs. Á miðjunni voru systurnar Bára og Björk einnig Björg og Tanja svo í fremstu víglínu voru Alexandara og Linda en hún er einnig fyrirliði Hauka stelpna.

Sökum anna hjá fréttaritarasá hann ekki fyrstu mínúturnar í leiknum. En framan af fyrri hálfleik var mikið um miðjuþóf og virtist sem að liðin ætluðu ætluðu að beita skyndisóknum en þær sóknir voru lítið hættulegar.

Um miðjan fyrri hálfleik fengu Haukar hornspyrnu sem Ellen tók og gaf háan bolta á fjær og þar var Tanja sem hoppaði hæðst allara og skallaði boltann í netið og kom Haukum í 1 – 0. Nokkrum mínútum síðar fengu HK/Víkingur aukaspyrnu við hægri vítateigshornið og eftir spyrnuna barst boltinn til Lidju Stojkanovic semjafnað metin fyrir HK/Víking.

Undir lok fyrri hálfleiks átti Björg gott skot sem markmaður HK/Víkings varði en Linda náði frákastinu og skoraði og kom Haukum aftur yfir. Stuttu seinna átti Björg aftur gott skot en markmaður HK/Víkings varði en Alexandra fylgdi vel á eftir og jók forusstu Hauka í 3 – 1 og þannig var staðan í hálfleik.

HK/Víkingur komu vel stemmdar út í seinni hálfleik en náðu ekki að nýta færin sín en það gerðu Haukar aftur á móti á 62. mínútu þegar Tanja skaut góðu skoti frá hægra vítateigshorninu og boltinn steinlá í netinu og staðan orðin 4 – 1 og annað mark Tönju staðreynd.

Nokkrum mínútum seinna gerðu Haukar skiptingu þegar Alexandra fór útaf og Sigríður Björk Þorláksdóttir kom inn á. Fátt markvert gerðist á þeim mínútum sem eftir voru nema það að nokkrum mínútum fyrir leikslok gerðu Haukar þrefalda breytingu á liði sínu þá komu Birta, Sædís og Þórdís Páls inn á og Bára, Ellen og Linda fóru útaf. Leikurinn fjaraði síðan út og leikurinn endaði 4 – 1.

Bestar í leiknum voru Þórdís Péturs en hún átti góða spretti úr vinstri bakveriðnum og líka var Ellen mjög traust í miðveðinum en Ellen spilar lika með 3. flokki Hauka og er þarna mjög mikið efni á ferð. Þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir Hauka stelpur sem eru í öðru sæti með jafnmörg stig og ÍR í efstasætinu en ÍR er með betri markatölu.

Næsti leikur Hauka er á móti GRV á Ásvöllum miðvikudaginn 9. ágúst klukkan 19:00. Áfram Haukar!!!