Skólaskákmót Hafnarfjarðar

Alls tóku 19 sveitir frá flestum skólum í Hafnarfirði þátt í sveitakeppni Grunnskóla sem haldið var í Strandbergi fyrr í dag. Engidalskóli sendi flestar sveitir eða 6 talsins en 4 sveitir komu frá Hvaleyrarskóla og Setbergsskóla Félagsmenn Hauka komu nokkuð við sögu. Hvaleyrarskóli sem skipuð var Unglingaliði Hauka styrkt af reyndar einum meðlimi úr Taflfélagi […]

BIKARMEISTARAR 2006

Já stelpurnar okkar unnu glæsilegan sigur í bikarúrslitum á móti ÍBV í Höllinni í dag og launin voru frábær: Bikarmeistarar 2006. Leikurinn var jafn í byrjun en undir lok fyrri hálfleiks náðu stelpurnar okkar tökum á leiknum og í hálfleik var staðan 12-10 fyrir Hauka. Í síðari hálfleik leiddu Haukar leikinn en ÍBV náði að […]

Æfing fellur í viku – pizzupartý

Komið þið sæl. Á laugardaginn fellur æfingin niður vegna þess að húsið er upptekið. Ég minni svo á pizzupartýið heima hjá Ólíver á föstudaginn milli kl: 18:00-21:00. kv. Óli

Óskilamunir.

Kæru foreldrar/forráðamenn. Það er mikið af óskila munum/fatnaði á Ásvöllum – bæði inni í vallarhúsi og eins inni á Ásvöllum. Foreldrar eru beðnir að athuga hvort eihvað vanti hjá krökkunum og koma þá á Ásvelli og athuga hvort hluturinn sé þar.

HAUKADAGUR Í HÖLLINNI

Laugardaginn 25. febrúar leika bæði karla- og kvennalið Hauka til úrslita í bikar. Stelpurnar gegn ÍBV og strákarnir gegn Stjörnunni. Þetta er í þriðja sinn sem Haukar fara með bæði liðin í Bikarúrslit sem er einsdæmi. Klukkan 10 til 12 er upphitun á Ásvöllum, andlistmálun og glens og gaman, (saman). Klukkan tólf verða rútuferðir í […]

Níu Haukamenn skráðir á Rvk Open

Í dag, 20. febrúar, rennur út skráningarfrestur fyrir Reykjavík open 2006. Nú þegar hafa níu Haukamenn skráð sig: Jaan Ehlvest 2619 Aloyzas Kveinys 2517 Stellan Brynell 2493 Snorri G. Bergz 2316 Davíð Kjartansson 2260 Halldór B. Halldórs. 2226 Þorvarður F. Ólafsson 2132 Sverrir Ö. Björnsson 2108 Sverrir Þorgeirsson 1954 Þetta er ágætur hópur. Þrír útlendingar, […]

Óli Jón skoraði!

Meistaraflokkur karla sigraði Reyni Sandgerði 10-1 í æfingaleik í Fífunni í gærkvöldi. Hápunktur kvöldsins var án ef þegar varnartröllið Óli Jón Kristinssson kom boltanum í mark andstæðinganna. Mark Óla Jóns var einkar glæsilegt og minnti mjög á mark Ríkharðs Daðasonar á móti Frökkum um árið – bara fallegra. Margir aðrir leikmenn sem voru á skotskónum […]

Haukar-Fram mfl.kvenna

Allan neista vantaði í spilamennskuna hjá stelpunum okkar í dag er þær unnu Fram 31-30 á Ásvöllum í dag. Stigin tvö voru frábær en ekki er hægt að segja það sama um leikinn hjá þeim, þær áttu skelfilega dapran dag og miðað við spilamennskuna voru þær heppnar að ná stigunum. Fram byrjaði betur og skoraði […]