Mátun á vindstakk og gervigrasbuxum.

Í dag var mátun á gervigrasbuxum og vindstakk hjá 5 flokk kvenna. þær sem eftir eru að máta geta mátað á æfingu á miðvikudag þá er einnig hægt að hafa samband við foreldrastjórn.

Haukamenn á Meistaramóti Hellis

Þrír Haukamenn og einn verðandi Haukamaður ;o) eru með á Meistaramóti Hellis, sem nú stendur yfir. Sverrir Þorgeirsson og Stefán Freyr eru að gera mjög góða hluti og eru í 2-5.sæti með 4 vinninga að loknum 5 umferðum. Frammistaða Sverris hefur vakið mikla athygli. Hann sigraði m.a. Íslandsmeistara kvenna, Guðlaugu Þorsteinsdóttur (2147) og hefur svo […]

Haukar-Valur mfl.karla

Strákarnir okkar unnu frábæran sigur á Val á Ásvöllum í kvöld 33-28. Haukar skoruðu fyrsta markið, Valur jafnaði 1-1, Haukar áttu næstu tvö mörk 3-1 og héldu forystunni eftir það. Um miðjan fyrri hálfleik tóku þeir völdin og leiddu með sex mörkum í hálfleik. 19-13. Í síðari hálfleik slökuðu okkar menn á og Valur sótti […]

Birkir Ívar í atvinnumennskuna

Okkar frábæri markmaður, Birkir Ívar hefur gengið frá 2ja ára samningi við þýska liðið Tus-N-Lübbecke. Bikir Ívar yfirgefur herbúðir Hauka í vor og heldur á vit ævintýranna og mun spila í Bundesligunn næsta vetur. Haukar munu kveðja Birki Ívar með miklum söknuði en jafnframt óskum við honum góðs gengis í atvinnumenskunni. Þetta er frábært tækifæri […]

Lokaútkall á dómaranámskeið

Nú er að ljúka skráningu á dómaranámskeið sem hefst á föstudag. Síðasti skráningardagur er í dag miðvikudag 15 feb.-06 Fyrirkomulag Þátttakendur sækja námsefnið hingað á vefinn og fá verkefni send í tölvupósti í þrennu lagi, 17/02, 24/02 og 03/03. Námskeiðinu lýkur síðan með prófi 11/03. Próf Prófið sjálft verður ekki þreytt í gegnum netið, heldur […]

3.flokkur karla

Ágæta foreldri/forráðamaður 14.01.´06 Eins og áður hefur verið kynnt verður farið þann 30. júlí í æfinga- og keppnisferð til Danmerkur og komið heim þann 06. ágúst. Þar verður tekið þátt í Bröndby-cup og er ætlunin að skrá tvö lið til keppni en raðað er eftir styrkleika á mótið og því munum við vera með bæði […]

Foreldrafundur

Í kvöld, 14. febrúar verður foreldrafundur fyrir foreldrar drengja í 8. flokk.Fundurinn hefst kl: 20:30 og verður í íþróttahúsinu á Ásvöllum, 2. hæð. Ég vonast til að sjá sem flesta. kv. Óli gsm. 6943073

Að loknu Skákþingi Reykjavíkur

Nú á dögunum lauk Skákþingi Reykjavíkur 2006. Keppendur voru 58 og komu 9 þeirra úr Haukum! Stefán Freyr og Varði áttu báðir mjög gott mót og hlutu 6 vinninga úr skákunum 9, sem er prýðisgóður árangur. Stefán vann m.a. afgerandi sigur á Birni Þorfinnsyni (2337) og gerði jafntefli við alþjóðlega meistarann Jón Viktor Gunnarsson (2421). […]