Haukar-Fram mfl.kvenna

Allan neista vantaði í spilamennskuna hjá stelpunum okkar í dag er þær unnu Fram 31-30 á Ásvöllum í dag. Stigin tvö voru frábær en ekki er hægt að segja það sama um leikinn hjá þeim, þær áttu skelfilega dapran dag og miðað við spilamennskuna voru þær heppnar að ná stigunum.

Fram byrjaði betur og skoraði fyrstu fjögur mörkin. Haukar jöfnuðu í 7-7 og það sem eftir lifði fyrri hálfleiks var jafnræði með liðunum og var staðan 16-16 í leikhléi. Haukar gerðu fyrsta mark síðari hálfleiks og héldu 2-3ja marka forskoti þar til Fram jafnaði 24-24. Síðan var jafnt í 27-27, Haukar skorðu næstu tvö 29-27 og heldu forskotinu til leiksloka 31-30.

Haukar-Fram mfl.kvenna

Stelpurnar okkar unnu Fram 27-24 í fyrsta leik í 8-liða úrslitum á Ásvöllum í kvöld. Það var ekki rismikill leikurinn sem þær sýndu og segja má að allir, þ.e. leikmenn, dómarar og áhorfendur hafi átt slakan dag.
Stelpurnar okkar skoruðu fyrsta markið og héldu forystu eftir það. Í hálfleik var staðan 16-10. Þrátt fyrir að Fram næði að minnka í tvo mörk 18-16 virtist sigurinn samt aldrei í hættu.

Næsti leikur við Fram verður á mánudag í Framheimilinu og verða stelpurnar okkar að taka sig á og mæta tilbúnar til leiks.

Haukar-Fram mfl.kvenna

Stelpurnar okkar unnu sannkallaðan STÓRSIGUR á Fram á Ásvöllum í kvöld. Lokatölur 50-21. Þetta er ekki prentvilla, þær skoruðu fimmtíu mörk stelpurnar okkar, sennilega mesta markaskor í kvennabolta frá upphafi.
Í hálfleik var staðan 26-7 og höfðu Haukar algjöra yfirburði frá upphafi leiks. Spennan var engin fyrr en rétt undir lok leiks að þær lögð allt kapp á að ná 50 mörkum sem tókst með glæsibrag og unnu með 29 marka mun.
Stórglæsilegur sigur hjá stelpunum okkar.

Haukar-Fram mfl. kvenna

Stelpurnar okkar unnu glæsilegan sigur 37-25 á Fram á Ásvöllum í dag. Þær byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fyrstu sjö mörkin, já 7-0 var staðan. Um miðjan fyrri hálfleik var staðan 10-2 og í hálfleik 17-8.
Þær juku forskotið í byrjun seinni hálfleiks í tólf mörk 26-14 en slökuðu þá um of á og Fram skoraði fimm mörk í röð og breytti stöðunni í 26-19. Okkar stelpur bættu þá aðeins í og juku aftur forskotið og unnu öruggan tólf marka sigur.

Haukar-Fram mfl.kvenna

Stelpurnar unnu glæsilegan stórsigur 35-12 á Fram á Ásvöllum í dag. Það var jafnt fyrstu mínútur leiksins, 1-1, 2-2 og 3-3. Þá tóku stelpurnar okkar öll völd á vellinum og breyttu stöðunni í 13-3. Staðan í hálfleik var 15-5. Seinni hálfleikur var á sömu lund, forystan jókst 20-7, 26-8, 30-10 og lokatölur 35-12. Allir leikmenn okkar spiluðu og var sama hver var inná, yfirburðirnir voru algjörir.