Níu Haukamenn skráðir á Rvk Open

Í dag, 20. febrúar, rennur út skráningarfrestur fyrir Reykjavík open 2006. Nú þegar hafa níu Haukamenn skráð sig:

Jaan Ehlvest 2619
Aloyzas Kveinys 2517
Stellan Brynell 2493
Snorri G. Bergz 2316
Davíð Kjartansson 2260
Halldór B. Halldórs. 2226
Þorvarður F. Ólafsson 2132
Sverrir Ö. Björnsson 2108
Sverrir Þorgeirsson 1954

Þetta er ágætur hópur. Þrír útlendingar, sex innlendir. Til samanburðar má nefna, að Hellir, sem er í baráttu við Hauka um 3. sætið á Íslandsmóti skákfélaga, á ellefu þátttakendur, þar af einn með erlent ríkisfang, ef ég hef talið rétt. Meðalstig Haukamanna eru 2291, meðalstig Hellismanna 2218.

Eitt af því, sem einkennir Skákdeild Hauka er, að félagar hennar eru, eða virðast vera, að meðaltali mjög virkir. Ergo; þeir tefla á mótum að staðaldri, bæði hér á Íslandi og erlendis. Það á einnig við marga þá, sem ekki taka þátt í Rvk open að þessu sinni. Saknar maður t.d. Heimis og Stefáns Freys, sem báðir eru aktívir, en hafa a.m.k. enn ekki skráð sig.

Einnig hefði verið gaman að sjá Shabalov á Rvk open, en hann stóð sig vel á Aeroflot open í Moskvu nýlega. En þar eð US Masters er haldið á sama tíma, hefur hann vísast valið þann kostinn frekar.

Sökum þessa má ætla, að Haukamenn komi sterkir til leiks á mótinu, þó ekkert sé gefið í þessum efnum. Nær allir þeirra hafa teflt mikið þennan vetur og ættu því að vera í formi. Og ekki skemmir fótboltinn á laugardögum, til að halda úthaldinu í lagi.

Koma svo Haukamenn!

SGB