Lokahófið

Laugardaginn 4. júní verður lokahóf Handknattleiksdeilar Hauka haldið í veislusalnum á Ásvöllum. Húsið opnar kl. 21:00 Verðlaunaafhending fer fram kl. 22:00 Mætum öll og fögnum stórglæsilegum árangri vetrarins. Sjáumst hress Stjórnin

1-0 sigur í fyrsta heimaleik sumarsins.

1. deild karla. Ásvellir 28. maí 2005. Lið Hauka Krókódíllinn – Svavar S, Óli Jón, Daníel,Geoff Miles – Betim (Hilmar Geir) , Kristján Ómar, Hilmar Trausti, Birgir Rafn (Ómar Karl) – Hilmar Rafn (Arnar Steinn), Rodney Perry. Fyrir leikinn bauð stuðningsmannaklúbburinn upp á léttar kaffiveitingar þar sem bæjarstjórinn Lúðvík Geirson hélt stutta tölu, sem og […]

Stjörnumót 2005

Sæl öll. Næstu helgi laugardaginn 4.júní er 5 fl að keppa á Stjörnumótið í Garðabæ. 6 og 7 fl keppa sunnudag 5 júní Ég hef ekki fengið nákvæma tímasetningu en það byrjar um kl.9 á laugardeginum og stendur til u.þ.b. 16:00. Ég þarf að fá að vita á morgun hverjar koma og hverjar koma ekki. […]

Samúel Ívar Árnason

Samúel Ívar Árnason, hornamaðurinn snjalli hefur gengið til liðs við Hauka. Við væntum mikils af Samúel og erum þess fullviss að hann á eftir að gera góða hluti með Haukaliðinu. Hann á eftir að smellpassa í hópinn með strákunum okkar. Við bjóðum Samúel innilega velkomin í Haukafjölskylduna og hlökkum til að sjá hann á vellinum […]

U23: Sigur gegn Fylki

Þá var komið að öðrum leik hjá U23 eftir tap í fyrsta leiknum gegn Val (2-4). Leikmenn 2. flokks voru látnir byrja leikinn að auki Davíð, Bjarka, Lalla og Amirs í markinu. Leikið var á gervigrasi og byrjaði leikurinn að krafti. Áttum við nokkur gullin tækifæri til að komast yfir í fyrra hálfleik en allt […]

Fyrstu stig sumarsins, jafntefli í Kópavogi

1. deild karla. Kópavogsvöllur 23. maí 2005. Lið Hauka Amir Mehica – Davíð Ellertsson (Geoff Miles 45) , Óli Jón Kristinsson, Daníel Einarsson, Svavar Sigurðsson – Hilmar Geir Eiðsson, Kristján Ómar Björnsson, Hilmar Trausti Arnarsson, Betim Haxhiajdini (Arnar Steinn Einarsson 70) – Hilmar Rafn Emilsson (Ómar Karl Sigurðsson 73), Rodney Perry. Leikurinn hófst mjög fjörlega […]

Útgáfuteiti

Í kvöld kl. 18:30 verður útgáfuteiti vegna útkomu blaðs sem meistaraflokkur karla stendur að. Auk þess mun Daði Dervic vera með kynningu á liðinu fyrir leik HK og Hauka sem fer fram í kvöld kl. 20:00 á Kópavogsvelli. Boðið verður upp á kaffi og kruðeri.

Firmakeppni Skákdeildar Hauka.

Firmakeppni Hauka. Firmakeppni Skákdeildar Hauka fer fram þriðjudaginn 24,5 kl. 1930. Tefldar verða 9 umferðir monrad (fer eftir þáttöku). Verðlaun verða 1. sæti 5.000, 2. sæti 3.000 og 3. sæti 2.000 Allir velkomnir.

2-4 sigur Haukar á ÍR

Sunnudaginn 22. mai spiluðu Haukakonurnar við ÍR-inga… Þetta var hörkuleikur og var m.a. einn leikmaður Hauka borinn útaf á börum!! Þessi leikmaður var enginn annar en Linda Rós Þorláksdóttir, þekktur leikmaður í Haukum og er m.a. talinn einn efnilegasti leikmaður í Haukaliðinu í dag. En hún fékk slæmt högg á hnéð í þessum leik…. Leikurinn […]

Lokahóf eldri flokka

Lokahófið verður haldið laugardaginn 4. júní. Við sláum upp balli og skemmtum okkur að hætti Hauka, gleðjumst saman og fögnum frábærum árangri vetrarins. Nánar auglýst síðar en takið strax daginn frá.