Stjörnumót 2005

Stjörnumót 2005 verður haldið nú um helgina 4og 5 júní.

Mæting er í Ásgarði við Stjörnuheimilið 5 fl mæta kl:09.00 laugardag

6 fl mæta kl:09:00 sunnudag og 7 fl kl 09.30 sunnudag og leikið er til ca:14.00. Hjá 5 fl er gjald kr 1.000 fyrir stelpu sem tekið verður af reikningum þeirra sem eiga bók en þær sem ekki eiga bók verða að greiða á staðnum.

Sjáumst hress í Ásgarði og eru foreldrar hvattir til að mæta og horfa á.

Palli foreldrastjórn 5 fl

Ps.Munið eftir sundfötum Því innifalið er:

Sundferð í sundlaugina við Ásgarð

Léttar veitingar eftir mót

Allir keppendur fá verðlaunapening

Vinningslið fær bikar

Stjörnumót 2005

Sæl öll.

Næstu helgi laugardaginn 4.júní er 5 fl að keppa á Stjörnumótið í Garðabæ.

6 og 7 fl keppa sunnudag 5 júní

Ég hef ekki fengið nákvæma tímasetningu en það byrjar um kl.9 á laugardeginum og stendur til u.þ.b. 16:00.

Ég þarf að fá að vita á morgun hverjar koma og hverjar koma ekki.

Ef ég verð ekki búin að fá svar, þá geri ég EKKI ráð fyrir þeim á mótið.

Kveðja

Eva Björk