8-liða úrslit kvenna

Úrslitakeppnin hefst hjá stelpunum á morgun. Stelpurnar okkar enduðu í fjórða sæti og spila því við FH sem var í fimmta sæti. Fyrsti leikur er á morgun fimmtudag kl. 19:15 á Ásvöllum og annar leikur á sunnudag kl. 19:15 í Kaplakrika. Ef með þarf verður þriðji leikur væntanlega 6. apríl. Þetta verða án efa hörkuleikir […]

Skákæfing 30. mars

Skákæfing var haldin að venju og hófst taflið kl: 19:30. Sextán voru mættir og teflt var eftir monrad kerfinu 2 x 8 umferðir. Úrslit urðu: 1. Þorvarður Ólafsson 14 af 16 2. Stefán Guðmundsson 13 3. Heimir Ásgeirsson 12 4-5. Stefán Pétursson 9 4-5. Sveinn Arnarsson 9 6-8. Auðbergur Magnússon 8,5 6-8. Sverrir Þorgeirsson 8,5 […]

Svanberg Jótlandsmeistari.

Svanberg Már Pálsson varð í gær Jótlandsmeistari í skólaskák í sínum aldurshópi, 1993-94. Svanberg sem hefur verið einn efnilegasti skákmaður landsins er fluttur til Danmerkur. Svanberg hefur bæði keppt fyrir TG og Skákdeild Hauka og var mjög virkur á æfingum hjá okkur áður en hann flutti út. Til hamingju Svanberg!!!

Boðsmót Hauka

Boðsmót skákdeildar Hauka hófst fimmtudaginn 25.mars síðastliðinn, þegar 1. umferð var tefld. Þegar undirbúningur mótsins hófst var gert ráð fyrir 12. keppendum, en í 1.umferð voru mættir 24 þátttakendur! Sæmileg aukning það. Skipt var í fjóra riðla, þar sem mönnum var raðað í styrkleikaflokka eftir stigum. Þegar riðlunum sleppir verður svo keppendum skipt í A, […]

HAUKAR-FH mfl.kvenna

Það var góður sigur hjá stelpunum okkar á FH á Ásvöllum í kvöld, 28-26. Báðum liðum gekk illa að hitta rammann í byrjun, okkur þó aðeins betur og fljótt var staðan 3-1, gestirnir jöfnuðu í 3-3 og var jafnt í 6-6 en þá náðum við 3ja marka forskoti 9-6 og síðan 12-8 og í hálfleik […]

ÍR-Haukar mfl.karla

Enn eitt jafnteflið 25-25 var niðurstaðan eftir heimsókn strákanna okkar til ÍR í gærkvöldi. Okkar menn voru arfaslakir í fyrri hálfleik og voru engan veginn tilbúnir í slaginn. Það má segja að þeir hafi verið heppnir að vera “bara” fjórum mörkum undir í hálfleik 14-10. Þeir komu betur stemmdir til seinni hálfleiks og náðu að […]

Skákæfing 23. mars

Góð mæting var á æfingu. Alls mættu 22 og voru tefldar 2×8 umferðir eftir monrad kerfi. Leynigestir komu við sögu og læddust í annað og þriðja sætið í mótinu. Úrslit urðu þessi: 1-2. Sverrir Örn Björnsson 14v af 16 1-2. Ágúst Sindri Karlsson 14 3. Sigurður Arnarson 11 4. Þorvarður Fannar Ólafsson 10 5-6. Stefán […]

Næstu leikir

Minnum Hauka á næstu leiki en aðeins eru eftir tvær umferðir í deild bæði hjá strákunum og eins hjá stelpunum. Allir þessir leikir eru mjög mikilvægir uppá stöðuna og hvetjum við alla til að mæta og styðja liðin okkar. Strákarnir eiga leik við ÍR á morgun miðvikudag kl. 19:15 í Austurbergi og þangað verða allir […]

Haukar-Fram mfl.karla

Eftir öruggan sigur 37-33 hjá strákunum okkar á Fram á Ásvöllum í kvöld eru Haukar komnir í toppsætið í úrvalsdeildinni. Fram byrjaði með boltann og skoraði fyrsta markið og var það eina skiptið sem þeir voru yfir í leiknum. Haukar jöfnuðu strax í 1-1 og náðu fljótt góðu forskoti 7-2 og 12-4 en þá var […]

Haukamenn á gameknot.com

Á skákvefnum www.gameknot.com eru nokkrir Haukamenn byrjaðir að tefla. Þetta er svona í bréfskákastíl, það er maður hefur í það minnsta 3 daga til að hugsa hvern leik og jafnvel lengur. Það er líka hægt að tefla hraðar ef menn vilja. Þetta er gott mál því að þetta gefur manni tíma á milli leikja til […]