Næstu leikir

Minnum á næstu leiki

Mfl.karla: FH-Haukar. mánudag 20.sept. kl. 20:00 Kaplakrika
Mfl.kvenna: Víkingur-Haukar, þriðjud. 21.sept. kl. 19:15 Víkin

Næstu leikir

Minnum Hauka á næstu leiki en aðeins eru eftir tvær umferðir í deild bæði hjá strákunum og eins hjá stelpunum. Allir þessir leikir eru mjög mikilvægir uppá stöðuna og hvetjum við alla til að mæta og styðja liðin okkar.

Strákarnir eiga leik við ÍR á morgun miðvikudag kl. 19:15 í Austurbergi og þangað verða allir Haukar að mæta og styðja strákana svo þeir haldi toppsætinu. Við munum hvað það var rosalega gaman í fyrra.

Á fimmtudaginn er ekki síður mikilvægur leikur hjá stelpunum en þær fá FH í heimsókn á Ásvelli kl. 19:15.

Haukar – fjölmennum á leikina, við vitum að góðir stuðningsmenn gera gæfumuninn. Áfram Haukar.

Næstu leikir

Það verður nóg að gera hjá meistaraflokkunum um helgina.

Í kvöld byrjar boltinn aftur hjá mfl. karla eftir langt hlé. Strákarnir okkar fá HK í heimsókn og er leikurinn kl. 20.00 á Ásvöllum. Á sunnudagskvöld kl. 19:15 fara strákarnir á Hlíðarenda og spila við Val.

Stelpurnar okkar gerðu góða ferð á Nesið á miðvikudaginn er þær tryggðu sér sæti í Bikarúrslitum. Á sunnudaginn mæta þær GróttuKR í deildinni og hefst leikurinn kl. 17:00 á Ásvöllum.

Mætum með bros á vör og styðjum liðin okkar til sigurs. Áfram Haukar.

Næstu leikir

Nú eru páskarnir búnir, sumarið að koma og boltinn að fara af stað aftur og því ekki úr vegi að minna á næstu leiki. Við hvetjum alla Hauka til að mæta á leikina og styðja vel við bakið á liðunum okkar. Hvað er betra en mæta með alla fjölskylduna á pallana og “hrista af sér páskaeggin”. Með stuðningi áhorfenda er allt hægt.

Fimmtudaginn 24. apríl kl. 19.15 eða á sumardaginn fyrsta eiga strákarnir okkar fyrsta leik í 4-liða úrslitum á Ásvöllum og eru mótherjarnir fulltrúar höfuðstaðs Norðurlands, KA menn.
“Showið” verður á sínum stað og tilvalið fyrir áhorfendur að mæta tímanlega og fylgjast með kynningu leikmanna.

Eins og allir vita eru stelpurnar okkar komnar í úrslitin og eiga sinn fyrsta heimaleik á Ásvöllum þriðjudaginn 29. apríl kl. 19.15 og eru það skvísurnar úr ÍBV sem þær etja kappi við. Þetta er leikur númer tvö en fyrsti leikurinn verður í Vestmannaeyjum laugardaginn 26. apríl kl. 16.00. Hkd. Hauka verður ekki með skipulagðar ferðir til Eyja á leikinn. Við verðum með stóran hóp Haukamanna í Eyjum sem fjölmenna mun á leikinn. Áhangendur sem ætla að slást í hópinn og fylgja liðinu okkar til sigurs í Eyjum, er bent á Flugfélag Vestmannaeyja sem flýgur frá Bakka, Flugfélag Íslands eða Herjólf.

Ekki verða heldur skipulagðar ferðir norður á annan leikinn hjá strákunum, sunnudaginn 27. apríl kl. 16.15. Heyrst hefur að fjöldi áhangenda ætli að fylgja liðinu norður og eru þeir hvattir til að sameinast í bílanna, þannig að að við tryggjum hámarksfjölda Haukamanna í KA-heimilinu.

Þessi lið, þ.e. Haukar og KA í karla og Haukar og ÍBV í kvenna hafa marga hildi háð á undanförnum árum og ekki von á öðru en boðið verði uppá blóð, svita og tár. Einnig spennu og meiri spennu og ætti enginn að láta þessi leiki framhjá sér fara. Allavega er nokkuð ljóst að við Haukar ætlum að skemmta okkur og mætum í pallana og hvetjum okkar lið.