Haukar-FH mfl.kvenna

Stelpurnar okkar unnu frábæran sigur 34-23 á grönnum okkar í FH á Ásvöllum á sunnudaginn. Þær skoruðu fyrsta markið og höfðu yfirhöndina eftir það. Strax í byrjun náðu þær góðu forskoti 7-2, 10-4 og í hálfleik var 19-12.

Í seinni hálfleik juku þær muninn jafnt og þétt sem skilað þeim ellefu marka glæsilegum sigri.

HAUKAR-FH mfl.kvenna

Það var góður sigur hjá stelpunum okkar á FH á Ásvöllum í kvöld, 28-26. Báðum liðum gekk illa að hitta rammann í byrjun, okkur þó aðeins betur og fljótt var staðan 3-1, gestirnir jöfnuðu í 3-3 og var jafnt í 6-6 en þá náðum við 3ja marka forskoti 9-6 og síðan 12-8 og í hálfleik var 13-10. Í seinni hálfleik náði FH fljótt að jafna 14-14 og jafnt var 19-19 en eftir það höfðu stelpurnar okkar alltaf frumkvæðið og gestirnir náðu aldrei að jafna og sætur sigur var í höfn.

Markahæst var Ramune með 9 mörk.

Haukar-FH mfl.kvenna

Leikurinn fór illa hjá stelpunum okkar í gærkvöld er þær töpuðu fyrir FH 27-30. Tölvuverðar sveiflur voru í leiknum, Haukar skoruðu fyrsta markið og náðu fljótt ágætis forystu 6-3. Gestirnir jöfnuðu svo 7-7 og náðu þriggja marka forystu 7-10. Við minnkum muninn og lengi lengi var staðan 12-14. Við skorum síðan þrjú og staðan í hálfleik 15-14. Seinni hálfleikur var svipaður, við erum yfir 17-14, 20-17, . FH jafnar síðan 23-23 og jafnt er 24-24, 25-25 og 26-26. Þá hrökk allt í baklás og gestirnir sigu framúr og sigruðu 27-30.

Það vantaði alla baráttu og leikgleði hjá okkur og verða stelpurnar að finna brosið fyrir næsta leik.