Haukar-Fram mfl.karla

Strákarnir okkar áttu frekar slakan leik er þeir töpuðu fyrir Fam 26-33 á Ásvöllum í dag.

Leikurinn var jafn í byrjun, okkar menn þó alltaf með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Þegar flautað var til leikhlés var staðan 15-15. Í byrjun síðari hálfleiks var áfram jafnræði með liðunum en þau skiptust þó á að hafa forystu þar til í stöðunni 24-24. Þá hættu okkar menn alveg og gestirnir sigu framúr.

Strákarnir okkar voru ekki að spila vel, það vantaði allan neista og baráttu. Vörnin var hriplek og vantaði kraft í sóknina.

Á miðvikudag er síðast leikur fyrir jól en þá mætir HK í heimsókn. Strákarnir okkar mæta tilbúnir í þann slag og klára síðasta leik ársins með stæl.

Haukar-Fram mfl.karla

Strákarnir okkar unnu góðan sigur 31-25 á Fram á Ásvöllum í kvöld. Gestirnir skoruðu fyrsta markið og var það í eina skiptið í leiknum sem þeir voru yfir. Jafnt var 2-2 en þá sigu Haukar framúr og breyttu stöðunni fljótt í 8-4. Í hálfleik var 17-11 og í síðari hálfleik var munurinn mestur 7 mörk. Fram minnkaði í 4 mörk en þá gáfu strákarnir okkar aðeins í og bættu við forskotið og sigurinn var í raun aldrei í hættu.
Hugurinn hjá strákunum virtist á sundum vera víðs fjarri þessum leik en sigurinn var góður og ekki síður stigin tvö.

Haukar-Fram mfl.karla

Eftir öruggan sigur 37-33 hjá strákunum okkar á Fram á Ásvöllum í kvöld eru Haukar komnir í toppsætið í úrvalsdeildinni.

Fram byrjaði með boltann og skoraði fyrsta markið og var það eina skiptið sem þeir voru yfir í leiknum. Haukar jöfnuðu strax í 1-1 og náðu fljótt góðu forskoti 7-2 og 12-4 en þá var slakað á og Fram minnkaði muninn í 14-10. Haukar juku muninn fyrir hlé og staðan var 20-14 í hálfleik.
Gestirnir byrjuðu seinni hálfleikinn betur og náðu að minnka í tvö mörk 20-18, en þá kom góður sprettur hjá okkar mönnum og staðan orðin 28-20 og héldu okkar menn forystu til loka.

Glæsilegur sigur og frábært að vera kominn á toppinn.