Boðsmót Hauka

Nokkrar frestaðar skákir voru tefldar í kvöld í boðsmóti Hauka.

A-Flokkur:

Hjörvar Steinn – Auðbergur 1-0
Davíð – Auðbergur 1-0
Einar – Davíð 0-1
Já Aui og Davíð tefldu tvær kappskákir í kvöld!

B-Flokkur:

Jón – Ingþór 0.5 – 0.5

C-Flokkur:

Sverrir Þ. – Jóhann Helgi 0-1

Boðsmót Hauka

Boðsmót Hauka hefst þann 27.mars næstkomandi. Á mótið er boðið vel völdum utanfélagsmönnum sem etja kappi við heimavarnarlið Hauka. Farið er eftir skákstigum til að velja Haukamenn í mótið. Keppendur verða alls 24 og þeim verður skipt í 4 riðla. Þegar riðlakeppninni sleppir tekur úrslitakeppnin við. Í henni verða þrír 8 manna flokkar, þar sem 2 efstu úr hverjum riðli komast í A-flokk, 2 næstu í B og 2 þeir síðustu í C-flokk.

Fyrir þá sem ekki komast í þennan 24 manna hóp verður opinn flokkur (ef næg þátttaka), þar sem þeir 2 efstu vinna sér þátttökurétt í 24 manna hópnum að ári.
Áhugasamir Haukamenn hafi samband við Stefán Frey (s.899-1874) eða Inga Tandra (s.865-8068).
Miðað er við lágmark 6 keppendur.

Þessar dagsetningar eru staðfestar:
27.3
3.4
7.4
10.4
24.4
1.5
4.5
8.5
15.5

Miðað er við að ljúka tveimur síðustu umferðunum um helgi í lok maí eða byrjun júní.
Skákdagar eru mánudagar og fimmtudagar, en mögulegt er að tefla frestaðar (flýttar) skákir á þriðjudagskvöldum.

Stefnt er að því að birta fullmótaðan keppendalista á sunnudagskvöld.

Boðsmót Hauka

Önnur umferð fór fram í úrslitum boðsmótsins þann 29. júní s.l. Nú verður gert hlé á mótinu í júlí, næsta umferð fer væntanlega fram snemma í ágúst.

Í A-flokki tefldu Þorvarður og Heimir hörkuskák þar sem Þorvarður virtist fá betra eftir byrjunina, en eftir tímahrak og barning vann Heimir skiptamun og eftir tímamörkin var staðan unnin. Jóhann Helgi tefldi vel framan af á móti Sigurbirni, var 2 peðum yfir og með góða stöðu, en passaði ekki drottninguna nógu vel og missti hana fyrir of lítið lið og varð að gefast upp. Sigurður Sverrison byggði upp fína stöðu gegn Stefáni Frey, en fyrirhöfnin var til lítils er riddari féll óbættur eftir slæman fingurbrjót. Sverrir Örn tefldi örugglega gegn Páli og fékk góða stöðu sem hann stýrði örugglega til vinnings eftir nokkra ónákvæmni frá Páli.

Úrslit í A-flokki:

Heimir Ásgeirsson – Þorvarður Ólafsson 1-0
Sigurbjörn Björnsson – Jóhann Helgi Sigurðsson 1-0
Sigurður Sverrisson – Stefán Freyr Guðmundsson 1-0
Sverrir Örn Björnsson- Páll Sigurðsson 1-0

Staðan:

1. Sigurbjörn Björnsson 3 v
2. Stefán Freyr Guðmundsson 2,5
3-4. Jóhann Helgi Sigurðsson 2
3-4. Heimir Ásgeirsson 2
5-7. Sigurður Sverrisson 1
5-7. Sverrir Örn Björnsson 1
5-7. Þorvarður F. Ólafsson 1
8. Páll Sigurðsson 0

Í B-flokki tefldu tveir af sigurstranglegri mönnum flokksins saman. Jón fékk ívíð betra tafl úr byrjuninni gegn Árna sem eyddi miklum tíma í að ráða fram úr vandamálum stöðunnar. Árni náði að skapa sér vænleg sóknarfæri, en eftir mikið tímahrak Árna náði Jón að snúa á andstæðing sinn og innbyrða mikilvægan sigur. Guðmundur tefldi góða skák gegn Inga og sótti hart að kóngstöðunni, en Ingi varðist vel og upp kom athyglisvert endatafl þar sem meiri tími hefði verið kærkominn. Að lokum hafði Guðmundur sigur. Daníel tefldi vel gegn óhefðbundinni uppbyggingu Stefáns Péturssonar, Stefán sat að lokum uppi með mikla peðaveikleika, sem Daníel nýtti sér til hins ýtrasta. Einar virtist leika af sér snemma gegn Auðbergi og var liði undir og því var eftirleikurinn auðveldur fyrir Auðberg.

Úrslit í B-flokki

Árni Þorvaldsson – Jón Magnússon 0-1
Daníel Pétursson – Stefán Pétursson 1-0
Auðbergur Magnússon – Einar G. Einarsson 1-0
Ingi T. Traustason – Guðmundur Guðmundsson 1-0

Staðan:

1. Jón Magnússon 3 v
2. Daníel Pétursson 2,5
3-4. Ingi T. Traustason 2
3-4. Árni Þorvaldsson 2
5. Guðmundur Guðmundsson 1,5
6. Auðbergur Magnússon 1
7-8. Einar G. Einarsson0
7-8. Stefán Pétursson 0

Í C-riðli voru aðeins tvær skákir. Snorri og Sveinn gerðu stutt stórmeistarajafntefli. Sverrir tefldi vel gegn Baldri og knúði fram sigur eftir mikla baráttu.

Úrslit í C-flokki

Snorri Karlsson – Sveinn Arnarsson 0,5-0,5
Baldur Snæhólm Einarsson – Sverrir Þorgeirsson 0-1
Gísli Hrafnkelsson – Halldór G. Haraldsson frestað
Davíð Bragason – Ragnar Árnason frestað

Staðan:

1. Sverrir Þorgeirsson 3 v
2. Sveinn Arnarsson 2,5
3-4. Snorri Karlsson 1,5
3-4. Gísli Hrafnkelsson 1 +2 frestaðar
5. Baldur S. Einarsson1
6-8. Davíð Bragason 0 +2 frestaðar
6-8. Halldór G. Haraldsson 0 +1 frestuð
6-8. Ragnar Árnason 0 +1 frestuð

Boðsmót Hauka

Næsta umferð fer fram 29. júni kl: 19 að Ásvöllum.
Þáttakendur eru beðnir að láta vita hvort þeir komast eða ekki, Auðbergur 821-1963 eða Ingi 695-0779.

Boðsmót Hauka

Síðasta umferð í riðlakeppni Boðsmóts Hauka fer fram fimmtudaginn 27. maí kl: 19.00.

Þessir mætast í síðustu umferðinni:

A-Riðill

Sverrir Örn-Árni
Guðmundur-Halldór
Sigurbjörn-Sverrir Þ.

Staðan í A-Riðli:

Sigurbjörn 3,5 v
Sverrir Örn 3 v
Árni 2,5 v
Guðmundur 1,5 v
Sverrir Þ. 1,5 v
Halldór 0 v

B-Riðill

Auðbergur – Þorvarður
Ragnar – Ingi
Stefán – Gísli

Staðan í B-Riðli:

Stefán Freyr 3,5 v
Þorvarður 3,5 v
Ingi 2 v
Auðbergur 1,5 v
Gísli 1 v
Ragnar 0,5 v

C-Riðill

Daníel – Heimir
Snorri – Gísli Pétur
Einar – Páll 0-1

Staðan í C-riðli:

Heimir 4 v
Daníel 3,5 v
Páll 3,5 v
Einar 1,5 v
Snorri 0,5 v
Gísli Pétur 0 v

D-Riðill

Jón – Davíð
Jóhann – Sveinn
Stefán – Sigurður

Staðan í D-riðli:

Jóhann 3,5 v
Sigurður 3 v
Jón 2,5 v
Stefán 2 v
Sveinn 1 v
Davíð 0 v

Boðsmót Hauka

Boðsmót skákdeildar Hauka hófst fimmtudaginn 25.mars síðastliðinn, þegar 1. umferð var tefld. Þegar undirbúningur mótsins hófst var gert ráð fyrir 12. keppendum, en í 1.umferð voru mættir 24 þátttakendur! Sæmileg aukning það.
Skipt var í fjóra riðla, þar sem mönnum var raðað í styrkleikaflokka eftir stigum. Þegar riðlunum sleppir verður svo keppendum skipt í A, B og C-flokk, þar sem 2 efstu úr hverjum riðli fara í A-flokk, 2 þeir næstu í B og 2 neðstu í C.
Þetta fyrirkomulag hefur mælst vel fyrir og almenn ánægja ríkir með það meðal þátttakenda

Úrslit 1. umferðar urðu eftirfarandi:

A-RIÐILL
Sverrir Þorgeirsson-Árni Þorvaldsson 1/2-1/2
Halldór Gunnar Haraldsson-Sigurbjörn Björnsson 0-1
Sverrir Örn Björnsson-Guðmundur Guðmundsson 1-0

Í næstu umferð mætast:
Sverrir Þ.-Halldór
Sigurbjörn-Sverrir Örn
Árni-Guðmundur

B-RIÐILL
Gísli Hrafnkelsson-Þorvarður F. Ólafsson 0-1
Ingi T. Traustason-Stefán F. Guðmundsson 0-1
Auðbergur Magnússon-Ragnar Árnason 1/2-1/2

Í næstu umferð mætast:
Gísli-Ingi
Stefán-Auðbergur
Þorvarður-Ragnar

C-RIÐILL
Gísli P. Hinriksson-Páll Sigurðsson 0-1
Heimir Ásgeirsson-Snorri Karlsson 1-0
Einar G.Einarsson-Daníel Pétursson 0-1

Í næstu umferð mætast:
Gísli-Heimir
Snorri-Einar
Páll-Daníel

D-RIÐILL
Sigurður Sverrisson-Davíð Bragason 1-0
Sveinn Arnarsson-Stefán Pétursson 0-1
Jón Magnússon-Jóhann H. Sigurðsson 0-1

Í næstu umferð mætast:
Sigurður-Sveinn
Stefán-Jón
Davíð-Jóhann

Næsta umferð fer fram 15.apríl.