Deildarmeistarar 2002

Strákarnir okkar unnu glæsilegan sigur á FH á Ásvöllum í kvöld 25-23. Leikurinn var nokkuð jafn, staðan í hálfleik 12-12. Í seinni háfleik komst FH yfir 16-19, en okkar menn tóku þá á sig rögg og rifu upp vörnina og sneru leiknum sér í hag og komust í 23-19 og héldu yfirhöndinn út leikinn með […]

Þór-Haukar

Strákarnir gerðu ekki góða ferð norður á Akureyri í gær. Þeir töpuðu naumlega fyrir Þór í miklum markaleik 32-31.

GróttaKR-Haukar

Stelpurnar léku sinn síðasta leik í deildinni við GróttuKR á Nesinu í gær. Þær héldu sigurgöngunni áfram og unnu örugglega 20-28. Staðan í hálfleik var 8-15. Það var sama hver kom inná, þær höfðu yfirhöndina allan leikinn og úrslitin aldrei í hættu. Nú er komið að úrslitakeppninni og sjálfsögðu ætla stelpurnar að halda sínu striki […]

Tjörvi siglir utan

Þorvarður Tjörvi mun halda til Danmerkur til náms næstkomandi haust. Að sjálfsögðu hefur hann ekki sagt skilið við handboltann og hefur gert tveggja ára samning við danska úrvaldsdeildarliðið Arhus GF. Við óskum honum til hamingju með þennan samning og óskum honum alls hins besta í Danaveldi, bæði í leik og námi. Við hlökkum til að […]

Deildarmeistarar 2002

Stelpurnar unnu glæsilegan sigur á FH á Ásvöllum í dag 32-26. Það var jafnt einu sinni 1-1 en síðan tóku stelpurnar öll völd á vellinum, staðan í hálfleik var 17-11 og í seinni hálfleik var munurinn mestur 10 mörk, 28-18. Stelpurnar eiga einn leik eftir í deildinni, en tryggðu sér með þessum sigri DEILDARMEISTARATITILINN 2002. […]

Haukar – FH kvenna

ATH BREYTTUR TÍMI!! Leikurinn sem átti að vera kl.15:00 á morgun, laugardag, hefur verið frestað til 16.30. Við hvetjum alla til að mæta og styðja stelpurnar okkar þar sem þær etja kappi við frænkur sínar í FH. Þetta er næst síðasti leikurinn og ef stelpurnar vinna þá eru þær orðnar deildarmeistarar.

Haukar-UMFA mfl.ka.

Strákarnir kláruðu leikinn með stæl, unnu 30-24. Þeir voru mjög vel “gíraðir” í leiknum og stóðu sig vel bæði í vörn og sókn. Afturelding klóraði í bakkann í seinni hálfleik og náði að minnka muninn í tvö mörk 21-19. Þá sögðu strákarnir okkar, hingað og ekki lengra og kláruðu leikinn, þrátt fyrir að vera full […]

Haukar-UMFA mfl.ka.

Strákarnir kláruðu leikinn með stæl, unnu 30-24. Þeir voru mjög vel “gíraðir” í leiknum og stóðu sig vel bæði í vörn og sókn. Afturelding klóraði í bakkann í seinni hálfleik og náði að minnka muninn í tvö mörk 21-19. Þá sögðu strákarnir okkar, hingað og ekki lengra og kláruðu leikinn, þrátt fyrir að vera full […]

Haukar – UMFA

Staðan í hálfleik er 16-11 fyrir strákunum okkar og hafa þeir verið mun betri aðilinn í leiknum. Það er sama hver kemur inná allir eru að spila sinn leik. Það er greinilegt að menn eru undirbúnir fyrir úrslitakeppnina. Bjarni er búinn að fara hamförum í markinu og velflest skot hans eru að vanda í dauðafærum.